föstudagur, október 31, 2003 

Fólk er spegill samfélagsins og samfélagið er spegill fólksins.
Og í öllum samfélögum eru litlir smákóngar út um allt... Þannig er það líka litlum samfélögum...svona eins og fjölskyldum!! Í minni fjölskyldu hefur verið hálfgert kommúnistískt ástand þar sem allir eru jafnir... en nú hefur það gerst að sumir eru orðnir jafnari en aðrir!! -OG.. fara ekki leynt með það... ónei... taka sér bara alvöru titil og alles...
Hvað hefur gerst... -Jah.. það er von að þið spyrjið..!!
Haldiði ekki að Hörður bróðir minn sem hingað til hefur haft þann vafasama titil "barnið" vegna staðsetningar sinnar í systkinaröðinni, hafi varpað þeim titli út í horn og ber nú stoltur nafnbótina "forseti"!!! Ójá.. Drengurinn var kosinn forseti "Félags íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn (FÍSK)"!! Ekki amalegt það...
En hvaða áhrif hefur það á fjölskylduna þegar einn meðlimurinn verður forseti!! Eigum við að dreifa rósablöðum um gólfið áður en hann gengur í "salinn"... eða er það of konunglegt... eigum við að hneigja okkur þegar hann kemur heim... er okkur óhætt að stríða honum eða mun hirðin og kolkrabbinn sem óneitanlega er í kringum þetta embætti koma honum til varnar...
Sem betur fer höfum við fjölskyldan dálítinn tíma til að átta okkur á þessari breytingu og taka ákvörðun áður en dreng... fyrirgefiði forsetinn kemur heim í jólafrí!!!

miðvikudagur, október 29, 2003 

Það er draugagangur á blogginu mínu!!!!

Kommentarinn telur og telur.. en samkvæmt minni niðurstöðu er telur hann vitlaust..!!
Það þarf ekki nema að líta á síðustu færslu hérna inni! Þar er kommentarinn búinn að telja tvær færslur... en ef e-r hefur áhuga á að skoða þessar 2 athugasemdir... þá... grípur viðkomandi í tómt.. því þar eru alls engar athugasemdir.
Nú, ef hann er ekki í því að telja athugasemdirnar sem eru ekki á staðnum... þá hleður hann þeim inn aftur og aftur og aftur...

 

Hvurslags vælutónn er þetta?????

Ég setti hérna inn fyrripart um litla linginn í Kaupmannahöfn.... og fæ í hausinn ekkert nema grát og gnístran tanna!! Ég held reyndar að fyrriparturinn hafi ekki verið nógu ósvífinn í garð Kaupmannahafnarbúans!! Ef það var raunin, nú reyndu þá við þennan litli bróðir:

Úfinn, ljótur með loðinn fót,
lingurinn gnísti tönnum.

sunnudagur, október 26, 2003 

Jahá.. Haldiði að það sé ástand núna maður!!! Hún Begga vinkona mín vill meina að vegna athugasemda bróður míns í athugasemdakerfinu hér að neðan í hennar garð... þá eigi hann ekki verðskuldaðan svona "einka" fyrripart... Þessi ágæta vinkona mín er heldur farin að færa sig upp á skaptið því nú vill hún að ég geri henni jafn hátt undir höfði og skelli fram fyrriparti tileinkuðum henni!! Ég var að spá í að skella fram sama fyrripartinum og síðast... en áttaði mig svo á þeirri staðreynd að hún býr ekki í Kaupmannahöfn og er ekki drengur!! Þannig að það virkaði ekki alveg... Næsta hugsun var að staðfæra vísuna og breyta vísunni þannig að hún væri um stúlku í Kópavoginum... en þá las ég lengra og áttaði mig á því að hún væri ekki heldur með úfið skegg!!! Þannig að það gengur ekki að yfirfæra fyrripartinn á stúlku!!
Hér færðu því alveg glænýjan fyrripart Begga mín sem er búinn til BARA fyrir þig...

Bjartsýn og brosmild þykir mér
Berglind okkar vera.


En Begga.. það þarf þá líka að koma botn!!!!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com