fimmtudagur, nóvember 27, 2003 

Köbenhavn... her kommer jeg!!!

Jæja, þá hefur nú heil vika liðið frá síðustu færslu.. og ég ekki búin að skrifa neitt!! Annars liggur nú við að það sé af eintómri skyldurækni sem maður bloggar þessa dagana... það er svo mikið aksjón í kommentakerfinu þar sem forsetinn er aftur orðinn nettengdur og hefur skotið hér á Kristbjörn leynigest.. -sem vissulega hefur skotið til baka!!

Annars er það sem sagt að frétta að á morgun ætlum við Magnús vinur að skella undir okkur betri vængjunum og fljúga ásamt sonum hans tveim til kóngsins Köben... Heilsa uppá fyrirmennin þar ásamt því að skella okkur á Deep Purple tónleika!! Gaman...!

Þess vegna sit ég enn í vinnunni og ætti að vera að vinna...! Nú er ekki nóg að undirbúa kennslu morgundagsins heldur þarf að koma mánudeginum frá líka til að þeir kennarar sem ætla að vera svo elskulegir að kenna fyrir mig á mánudag þurfi að hafa sem allra minnst fyrir því... ofan á þetta þarf ég að gera það sem ég er vön að gera eftir að skóla lýkur á föstudögum!!

Ég skrifa svo meira þegar ég kem frá Köben... Segi ykkur frá tónleikunum og svona!!!!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com