miðvikudagur, desember 29, 2004 

Jólablogg

Þá eru þessi jól liðin og greyið maginn fær frí fram á föstudag þegar ný átveisla tekur við sem varir fram á sunnudag!
Annars eru þetta nú frekar þunn jól... svona frídagalega séð sko!! Eina fríið sem hinn almenni borgari fær þessi jólin eru tveir föstudagseftirmiðdagar! Uss... þetta eru vinnuveitendajól eins og þau gerast best. Huggunin er sú að næstu jól verða aðeins skárri þó svo að áramótin verði enn þynnri en nú. -Þá er jú gamlársdagur á laugardegi!! Svo fer þetta nú skánandi!
Annars voru þetta með eindæmum notaleg jól hjá okkur í minni familíu. Við vorum búin að ÖLLU já takið eftir... ÖLLU á Þorláksmessukvöld! -Ef frá er talin matreiðslan sem hvort eð er er ekki hægt að framkvæma fyrr en á aðfangadag! Þannig að þessi aðfangadagur er sá rólegasti í mínu minni. Ég man ekki eftir því að heimilisfólkið hafi getað lagt sig í 1-2 tíma eftir hádegið þegar búið var að hitta alla í kirkjugarðinum, en það var raunin þessi jólin! Allir búnir að fara í sturtu og komnir í sparigallann klukkan sex og borðhaldið hófst því stundvíslega þetta árið! Merkilegt nokk!!
Gleðin hélt svo bara áfram og við vorum ekki búin að opna pakkaflóðið og borða möndlugrautinn fyrr en var farið að halla undir miðnætti! Yndislegt....
Ég stefni að því að upplifa sem flest svona jól í framtíðinni!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com