föstudagur, maí 20, 2005 

Vorblogg

Ferlega er gaman að því hvað það er komið mikið vor í loftið!
Það er samt dálítið skrýtið að vera ekki að skipuleggja sumarferðirnar sínar, ákveða hvað eigi að gera í stoppunum á milli ferða og síðast en ekki síst að sjá fram á það að vera bara í fríi í allt sumar!!!

Reyndar tekur við langtímaverkefni í lok júlí! Þá mætir erfinginn á svæðið og kemur væntanlega til með að taka allan minn tíma og sjálfsagt gott betur en það! En áður en sá atburður gerist ætlum við Jón Einar að flytja okkur um set. Íbúðin í Hafnarfirðinum verður tilbúin um og eftir miðjan júní þannig að við ættum að vera búin að settla okkur þar að mestu áður en fjölgunin verður!
Talandi um erfingjann... Það er ótrúlegt hvað hann/hún þarf alltaf að hreyfa sig mikið um leið og ég ætla mér að leggjast fyrir og hvíla mig. -Sem ég á víst að gera samkvæmt læknisráði!! Það er kannski allt búið að vera með kyrrum kjörum allan daginn en um leið og ég leggst útaf þá er best að skella sér í það að hreyfa sig, sparka, snúa sér og bara almennt gera ýmis konar leikfimisæfingar!

Annars er bara nokkuð gott að frétta. Heilsan er fín...svona á meðan ég geri ekkert! Þannig að ég geri ekkert að ráði! Það eru tvær og hálf vika eftir af skólanum þannig að nú fer þessi tími í hönd þar sem maður er að klára allar bækur. Þá fer maður að senda krakkana út í fótbolta, göngutúra og fleira í þeim dúr til að hafa ofan af fyrir þeim. Dásemd þess að vera með lengt skólaár!!

Jæja, ég held að þetta dugi í bili! Það verður dálítið mikið að gera hjá mér á næstunni þannig að ég geri frekar ráð fyrir því að hér verði lítið skrifað næstu vikur!

Vorkveðjur,
Brynkan

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com