miðvikudagur, júní 22, 2005 

HVER...

...laug því að barnshafandi konur væru fallegar?
Að mínu áliti -og nú hlýt ég að mega hafa skoðun þar sem ég er ein þessara barnshafandi kvenna- eru þær í lang flestum tilfellum bara alls ekkert fallegar!
Þær eru stórar, klunnalegar í hreyfingum og minna helst á vaggandi mörgæsir þegar þær labba um! Auk alls þessa eru þær móðar og másandi þegar þær eru á ferðinni!!! Við þetta allt saman bætist sú staðreynd að þær eru með bjúg á hinum ýmsustu stöðum auk fótanna, eins og fingrum, úlnliðum og í sumum tilfellum í andliti!

EN... þetta er eitt af þessum tabú-málefnum í þjóðfélaginu! Það MÁ EKKI segja að barnshafandi konur séu ekki fallegar... hvað þá meira beinlínis ljótar!!!
Þess vegna segja allir öllum barnshafandi konum að þær "geisli" og séu svo "fallegar"!!
Uss... það væri mikið heiðarlegra að segja þeim eins og er að þær séu voðalega lítið spennandi útlits en það sé nú gaman að geta sagt þeim að þeirra bíði betri tíð með stórbættu útliti!!!

Ég stend allavega í þeirri meiningu að ég hafi litið betur út áður en ég varð ófrísk. Þá var ég ekki eins og hvalur í laginu, svitnaði ekki látlaust, varð ekki móð af því einu saman að tala, var ekki svefnlaus og því með bauga niður undir hnéspætur, kjagaði ekki eins og kóngamörgæs, komst í alla skóna mína OG gat haft hringa á fingrunum! Ég vil líka meina að þegar þeir dagar koma aftur þá muni útlit mitt batna til muna!! Því sjáið þið nú til... þá verð ég líka komin með litla barnið mitt í fangið og það hlýtur að þyngja lóðin á hamingjuskálunum og ÞÁ vil ég meina að sé hægt að segja að flestar mæður "geisli" af hamingju!
En þangað til áskil ég mér fullan rétt á því að vera lítið spennandi útlits!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com