fimmtudagur, nóvember 16, 2006 

Mon dieu!!!

Hvað getur maður sagt!!
Ég sem hélt að ég væri búin að halda þessari ástríðu minni á sæ-fæ þáttum vel falinni fyrir heiminum!
En það er víst satt sem sagt er að sannleikurinn kemur í ljós um síðir! Þá get ég loksins farið að heilsa að klingóna-sið og beðið alla um að ávarpa mig á klingónsku.
Ekki misskilja mig, ég geri öllu sæ-fæ efni jafn hátt undir höfði! Það er bara klingóna tímabil hjá mér núna. Ég hef nýverið sagt skilið við svarthöfðatímabil sem fólst aðallega í því að hringja í fólk og anda í símann!! En ég varð að hætta því þar sem fólk virtist ekki kunna því vel!

En.. nú er bara spurning hvort fólk hafi einhvern áhuga á að heyra um mitt mjög svo fréttalitla líf nú þegar þetta gríðarlega spennandi áhugamál mitt... nei ástríða hefur komist út í dagsljósið!!
Ég fylgist spennt með í kommentakerfinu hér! -sem ég færi Ladyhakker hér með mínar innilegustu þakkir fyrir að hafa komið í gagnið!

miðvikudagur, nóvember 15, 2006 

I have the POWER...... He-Man dudududdduu

Sæ-fæ umræðan vinsæla heldur hér áfram í dag.

Jericho: Lady BlogHakker er búin að horfa á fyrstu 6 eða 7 þættina af Jericho (sem var einmitt minnst á í síðustu - og mjög svo vinsælu - færslu). Þetta eru virkilega fínir þættir og þegar þeir ruslast í imbann á Skjá einum þá mælir Lady BloggHakker eindregið með því að fólk horfi á þessa þætti

Heroes: Annar þáttur sem Lady BloggHakker hefur reyndar ekki horft á en hún Kristín vinkona mín gerir ekki annað en að tala um þessa þætti og þeir hljóma allavega mjög vel. Þeir eru víst um hóp af fólki sem þekkir hvort annað ekki neitt en vakna upp við það einn daginn að þau hafa "superpowers". Enginn hefur sömu kraftana og það er víst á huldu hvernig sumir af þessum kröftum munu virka ... allt voða, voða X-files eitthvað. En eins og minnst var á þá hefur Lady BloggHakker ekki séð neitt af þessu og getur því ekki staðfest þetta. Við þetta er að bæta að samkvæmt góðum heimildum þá eiga þessir þættir einnig að poppa upp á Skjá Einum þannig að Lady-in bara bíður spennt... ásamt Brynku sem eins og allir vita (og sérstaklega núna í sjónvarpsleysinu) er sæ-fæ aðdáandi NÚMER EITT!!.

Kveðja,
Lady BloggHakker

We are the Borg... you will be assimilated.... resistence is futile...

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com