laugardagur, ágúst 18, 2007 

Leikskólablogg

Elsku litla Camillan mín er búin að fá pláss á leikskóla!
Hún ætlar að byrja á Hlíðarenda á fimmtudaginn. Hún verður á deild sem heitir Grenilundur. Það voru ákaflega stoltir foreldrar sem skoðuðu afmælisdagatalið og sáu nafnið hennar þar ásamt öllum nöfnum hinna krakkanna á leikskólanum.
Hér hefur farið fram heilmikil umræða um leikskóla undanfarna daga og í kvöld sagði hún upp úr eins manns hljóði "Mig langa svo leggola"! Við Jón Einar horfðum bara á hvort annað og gátum ekki annað en brosað! Talandi um að vera tilbúin að fara á leikskóla!
Þannig að hér eru allir spenntir og hlakka mikið til fimmtudagsins!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com