« Home 

mánudagur, febrúar 17, 2003 

Jahá... Svo að það er þannig sem þetta virkar! Nú er ég væntanlega komin í samband við restina af heiminum og þá er aldrei að vita nema heimurinn komist í samband við mig... Ég veit svo sem ekkert hvað ég er að gera hérna. Manneskjan sem er ekkert sérstaklega vel við "opinberun" eða þannig!! En.. það er svo gaman að lesa blogg vinkvenna minna að ég ákvað að athuga hvort mér þætti eins gaman að lesa mitt eigið líf svona á prenti!! Jah.. kannski ekki strax en með tíð og tíma verður það kannski áhugavert og skemmtilegt!! Alveg eins og dagbækur... Það er ekkert gaman að lesa um gærdaginn en það sem gerðist í síðustu viku, síðasta mánuði og ég tala nú ekki um hvað það sem gerðist á síðasta ári er orðið óskaplega skemmtilegt... Og verður alltaf bara skemmtilegra eftir því sem tíminn líður.. Þannig að nú má tíminn líða bara alveg heilan helling!! En.. fyrst allt er svona skemmtilegt eftir því sem lengra líður frá, verður þá framtíðin alltaf minna skemmtileg eftir því sem við komumst lengra inn í hana? Hver veit... Ég er reyndar að hugsa um að láta þessari hugsun ólokið. Mér þykir hún ekkert sérstaklega aðlaðandi... Hver veit, kannski klára ég þessa hugsun einhvern tíma.... En ekki í dag, það er nokkuð ljóst!!
En nú ætla ég sem sagt að athuga hvort að þetta virkar allt saman..

| |

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Previous posts

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com