laugardagur, mars 22, 2003 

Jæja... Þá er ég loksins orðin innvígður Ólafsfirðingur!!! Ég búin að fara á mitt fyrsta snjókrossmót! Eins og allir vita eru Ólafsfirðingar ekki bara mikið skíðafólk heldur er áhuginn á snjósleðum geigvænlegur hérna í bænum!!! Enda er það þannig að ef fólk á ekki 2-3 pör af skíðum af einhverri sort, þá er næsta víst að það séu til 1-2 snjósleðar á heimilinu!! Það eru 1000 íbúar á Ólafsfirði og í bænum eru samtals um 150 snjósleðar... Það gerir 1 snjósleða á hverja 6 íbúa! Það má líka setja dæmið þannig upp að um 15% bæjarbúa eiga snjósleða. Og þetta er miðað við alla Ólafsfirðinga! Af þessum 1000 eru um 200 börn á leik- og grunnskólaaldri þannig að ef gert er ráð fyrir að þau eigi ekki snjósleða þá erum við farin að tala um að það sé 1 snjósleða á hverja 5 íbúa eða um 18% bæjarbúa eigi sleða!! Svona gróflega reiknað!!
En sem sagt þá var snjósleðamótið sem fer vanalega fram hérna inni í bænum haldið í dag. Palli vinur kom og heimsótti mig í gærkvöldi og við fórum saman á mótið. Sökum snjóleysis hérna norður á hjaranum þá þurfti nú að færa mótið efst upp á Lágheiði, sem vel að merkja er opin!! Þarna þeystust um sem sagt kappar á öllum aldri á alveg heilum helling af hestöflum! Það var keppt í nokkrum flokkum sem er skipt eftir eitthverjum reglum sem undirrituð hefur hreinlega ekki nógu mikla þekkingu á til að geta tjáð sig um það... a.m.k. ekki í þessari umferð!! En þarna var sem sagt keppt m.a. unglingaflokki þar sem keppendur eru á aldrinum 14-17 ára. Og það verður bara að segjast að þessir drengir eru alveg óskaplega flinkir að keyra, það verður ekki tekið af þeim. Nú Ólafsfirðingar áttu að sjálfsögðu sína fulltrúa í hverjum flokki (sörpræs, sörpræs!!) og ég gat ekki betur séð en að þeir stæðu sig með stakri prýði. Einn af nemendum mínum var að keppa í unglingaflokknum sínum og hafnaði í 4. sæti. Flottur árangur finnst mér svona miðað við að þetta er fyrsta keppnisárið hans.
Og svo er að sjálfsögðu haldið ball í kvöld þar sem verða væntanlega þeir keppendur sem hafa aldur til ásamt fylgifiskum. Ég giska á að "þema" ballsins verði snjósleðar!!! Hver veit.. kannski maður grynnki eitthvað á áfengisbirgðum heimilisin og skelli sér svo á ball. -Sjáum til...
Það er eitt sem er alveg klárt mál að gerist við það að fara á svona mót, í það minnsta ef maður hefur gaman af því að vera utandyra, og það er að ef það örlar á löngun í snjósleða þá magnast hún um allan helming og ríflega það!! Þannig að hver veit.. kannski gerist maður snjósleðapæja við tækifæri!!!

þriðjudagur, mars 18, 2003 

Ó hvað ég er aktívur bloggari!! Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég hef aldrei getað haldið dagbók í langan tíma. Þó hafa verið gerðar allnokkrar tilraunir!! En sem sagt þær hafa allar strandað á því að ég er ekki nógu duglegur penni til að það verði e-r samhangandi þráður í þeim!!
Þess vegna hef ég bara haldið svona “lista- og ljóðabók” þar sem ég safna þeim stökum og fleiru sem dettur upp í hendurnar á mér, bæði eftir sjálfa mig og aðra... Persónulega finnst mér skemmtilegra að lesa það sem aðrir hafa gert! Kannski er það sjálfsgagnrýnin sem gerir það að verkum...og kannski er það sem ég skrifa hreinlega ekki nógu gott!!!

En talandi um list! Ég vil vekja sérstaka athygli á nýju krækjunum mínum hérna til hliðar sem vísa inn á síður um tónlistarmennina Leadbelly og Woody Guthrie. Þessir karlar eru sem sagt fyrirmyndir manna eins og Bob Dylans og Bubba Morthens svo að maður nefni nú einhverja sem fólk kannast við. Leadbelly hefur sungið lög eins og "Where did you sleep last night" (eða “My girl”) sem Nirvana gerði svo frægt síðar í órafmagnaðri útgáfu og “Rock Island line” sem Íslendingar þekkja í flutningi Bubba Morthens. Woody Guthrie hefur sungið lög eins og “Pretty boy Floyd”.... Það er áhugavert að hlusta á lög þessara kappa og heyra hvað þeir hafa verið að flytja vandaða tónlist sem gengur enn þann dag í dag... (A.m.k. fyrir minn smekk!!) Mæli með því að fólk kynni sér þessa kappa... Það er ekki að ástæðulausu sem þeir hafa verið mörgum tónlistarmanninum fyrirmyndir! Eða eins og Bob Dylan samdi einu sinni...

I'm out here a thousand miles from my home,
Walkin' a road other men have gone down.
I'm seein' your world of people and things,
Your paupers and peasants and princes and kings.


Hey, hey Woody Guthrie, I wrote you a song
'Bout a funny ol' world that's a-comin' along.
Seems sick an' it's hungry, it's tired an' it's torn,
It looks like it's a-dyin' an' it's hardly been born.


Hey, Woody Guthrie, but I know that you know
All the things that I'm a-sayin' an' a-many times more.
I'm a-singin' you the song, but I can't sing enough,
'Cause there's not many men that done the things that you've done.


Here's to Cisco an' Sonny an' Leadbelly too,
An' to all the good people that traveled with you.
Here's to the hearts and the hands of the men
That come with the dust and are gone with the wind.


I'm a-leaving' tomorrow, but I could leave today,
Somewhere down the road someday.
The very last thing that I'd want to do
Is to say I've been hittin' some hard travelin' too.


En að öðru... Ég upplifði þá skemmtilegur reynslu um helgina að fara bæði suður til Reykjavíkur og norður aftur með áætlunarbílnum!! Og það er hreinlega reynsla út af fyrir sig!! Fyrir aftan mig á föstudag sat útlendingur... Sem er svo sem ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að hann sat og maulaði hvítkál!!! Hver fer í rútu og hefur með sér hvítkál...? Eða kínakál, eða blómkál, eða spergilkál... eða bara kál yfir höfuð? Ekki ég í öllu falli!!! Og lyktin maður!! Það er ágæt lykt af grænmeti.. á sumum stöðum! En að sitja um borð í rútu og vera með hvítkálslykt í nösunum... trúið mér og treystið... það er ekkert sem er eftirsóknarvert!!

Helgin var svo tekin með trompi í höfuðborginni í alveg sérstaklega góðum félagsskap!! Þeir taka það til sín sem eiga!!!
Það var því óskaplega þreytt eintak sem ferðaðist með rútunni norður aftur!! Ég held að ég hafi aldrei áður misst af ríflega 2/3 af leiðinni á milli Reykjavíkur og Akureyrar!! Enda spurði bílstjórinn hvort ég hefði sofið vel!! (Gædinn kom upp í minni og ég mátaði framgluggann á leiðinni norður...létt æfing fyrir sumarið.)

En svona til að brjóta helgina niður í eina setningu þá var hún bæði mjög áhugaverð og alveg stórskemmtileg....

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com