laugardagur, nóvember 08, 2003 

Andskotans skoðanakönnunin virkar ekki... -Og ég veit ekkert af hverju!!!
Þið verðið því bara að bíða eftir þeirri næstu... ég hef ómögulega nennu til að fara að vasast í þessu núna!!!

En... Það er komin heeeeelgi!!! -J I B B Í . . .

fimmtudagur, nóvember 06, 2003 

Ég var að koma af alveg sérlega skemmtilegum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands!
Lét loksins verða af því að fara á kvikmyndatónleika með hljómsveitinni. Og það er -kæra fólk- eitthvað sem ég mæli með að allir geri sem allra oftast!!! Það er ansi magnað að horfa á þöglar myndir með tónlistina svona "læf" fyrir framan sig. Stórgott alveg!!

Annars hef ég lítið komið inn á síðuna frá því síðasta færsla var færð hér inn... þannig að ég hef ekki fylgst með "hagyrðingaslagnum" sem fer fram hér á síðunni sem skyldi undanfarna viku! -Þar til í kvöld.- Og ég verð bara að varpa þeirri spurningu til hlutaðeigandi hvort þá langi ekki til að koma upp á yfirborðið, upp úr klóakinu og öllu því sem því fylgir!!!!

Klókaksfnykinn finn ég hér
færðu þig lengra þangað!



Svo tók ég eftir því að það hefur enginn ruslast til að botna fyrripartinn hennar Lilju sem hún setti inn fyrir margt löngu!! -Það er sennilega of saklaus og jákvæður fyrripartur Lilja mín!!! Hér eru menn aðallega í böggi og skítkasti!!!

Krökkunum hún kennir á
kristinfræði og fleira
Hlustar bæð'og hlýðir þá
Halldór og vill fá meira!!


OK OK.. kannski ekki það besta sem ég hef látið frá mér.. en þetta er nú seinnipartur samt!!

mánudagur, nóvember 03, 2003 

Jahá.. helgin sko...

Hvað á að segja um svona helgi? Hvað er hægt að segja um svona skemmtan? Og ekki síst.. hvað er hægt að segja um fallegu stúlkurnar tvær sem voru á ferðinni í miðbæ Reykjavíkur um helgina???
Þetta er náttúrlega ekkert sem hægt er að segja frá... Þetta er bara eitthvað sem hver og einn þarf að upplifa!!!

Maður þarf að upplifa andartakið þegar ofur-mega-súper fegurðardísirnar tvær gengu í salinn á Nasa... Hvernig þær liðu út á dansgólfið og eftir skamma viðdvöl þar ákváðu að snúa sér að verðugri verkefnum en að hreyfa sig þar í takt við tónlistina...
Nú var stefnan sett á barinn... Og það má segja að þar fyrst hafi gleðin og glaumurinn náð hámarki...

Við barinn voru karlmenn í löööngum röðum sem voru upplögð fórnarlömb þema kvöldsins... ***DAÐUR*** og ekkert aumingjadaður neitt.. ónei.. -Þetta var meistaradaður....

Meistaradaður felst í því að stökkva á bráðina/manninn og hampa honum.. og það líður ekki á löngu áður en að hann er farinn að borða.. þægur og hlýðinn.. úr lófa manns... Allt sem þarf til að ná því er ákveðin setning.. setning sem lætur viðkomandi líða eins og hann og aðeins hann einn sé stjarna kvöldsins!!
Þarna er leikurinn hálfnaður.. -En það þarf meira til til að 'mastera' dæmið... 'bráðin' má ekki komast of nærri... leikurinn gengur út á það að vera ósnertanleg... -Það þarf að vera svolítil kisa... mala og purra notalega...en ef strokið er of mikið eða of ákaft... stökkva þá í burtu... - vera ósnertanleg -.... Það þarf m.ö.o að vera svo spennandi og kvenleg að "kynþokkinn leki af manni"!!!!!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com