miðvikudagur, mars 26, 2003 

Meistari Megas... Hefur einhver velt því fyrir sér hvað það er mikil ábyrgð að hafa viðurnefnið "meistari"? Á einhver það skilið að bera þennan titil? Megas hefur stimplað sig það rækilega inn í þjóðarsálina að menn hafa smám saman farið að gefa honum titilinn "meistara". Hvers vegna? Er hann góð fyrirmynd fyrir æsku landsins? -Nei... Hefur hann presenterað landið okkar á erlendum vettvangi? -Nei...
Hvað er það þá sem gerir það að verkum að maður sem er búinn að eyða lífinu sínu í mis mikið sukk og er búinn að vera inn og út af meðferðarstofnunum á svo stóran sess í hjarta þjóðarinnar að hann hlýtur titilinn meistari? Það sem hann hefur gert er að sinna sínu ævistarfi vel. Hann hefur sent frá sér margan ómetanlegan kveðskap sem að íslenska þjóðin kann honum þakkir fyrir. Undirrituð engin undantekning þar á! Vegur Megasar í mínu lífi hefur heldur farið vaxandi undanfarin misseri og virðing mín fyrir honum sem bæði tónlistarmanni og ekki síst ljóða- og textahöfundi hefur aukist ár frá ári. Þegar ég fór að leggja mig meira eftir því að hlusta á Meistara Megas þá komst ég að því að það er aðeins brot af því sem hann hefur gefið út sem hefur náð vinsældum og það er eiginlega synd vegna þess að það eru svo mörg lög og textar eftir hann sem eru hreinasta snilld... Það hefði sennilega engum nema Megasi látið sér detta það í hug að svara þeim spurningum sem hann var spurður þegar hann var sæmdur Jónasarverðlaununum á degi íslenskrar tungu með eintómum slettum!! Æska landsins var "retardar allt saman, retardar" og aðspurður um þýðingu þessarar viðurkenningar fyrir hann þá svaraði hann "böns of monní"... Og þjóðin fyrirgefur Megasi þetta vegna þess að hann er meistari!!
Eitt er það sem Meistari Megas gerir betur en flestir og það er að koma frásögnum af sögulegum persónum. Hér á eftir er eitt dæmi (ég held að textinn sé réttur) þar sem hann er að tala um Skúla fógeta.

Hver man ekki eftir honum Skúla sem að skaut
skelk í bringu danskra kaupahéðna.
Ómagaþjóðin öll hún lá í eymd, volæði og þraut
og át úr jörðu rót og muru freðna.


Þið munið eftir Skúla sem að skartaði svo flott
og skrekk í brjóstum mangaranna kveikti.
Hann réðist inn í skemmurnar og rak þá alla á brott
og rétti þeirra bök sem höfðu beygt sig


Þeir sögðu að hann væri í glasi þegar hann glettur þessar vann
en guð veit vel það bítta engu kunni.
Þeir voru fullir líka ekki hóti betri en hann
en höfðu auk þess meir á samviskunni.


Spurning nokkur brennur mér í muna og ekkert grín
máske leynist einhver hér svo fróður.
Nú var þessi fógeti víst föðurnefnan þín
í vinaborg en áttu enga móður?


Endilega kynnið ykkur Meistara Megas... Það verður enginn svikinn af honum!

mánudagur, mars 24, 2003 

Merkilegt hvað tónlistarsmekkur manns breytist með árunum. Þegar ég var að uppgötva tónlistarheiminn voru hljómsveitirnar Duran Duran og Wham upp á sitt besta. Svo kom U2 til sögunnar og manni fannst þeir alveg óskaplega púkalegir... Klassísk tónlist var bara til óþurftar og að maður tali nú ekki um svona "gamalt drasl" eins og blús og djass! Það var tónlist sem var að sjálfsögðu bara fyrir öldunga og skrýtið fólk!! Einhverjir gamlir kallar sem fóru hamförum á hinum og þessum brasslúðrinum í lögum sem ætluðu aldrei að taka enda!! Eða þá að fólk var svo niðurdregið að það var hreinlega ekki hægt að hlusta á það...
Sem betur fer þá hefur þetta nú breyst og í dag hef ég mjög gaman bæði af klassískri tónlist sem og blús og djassi. Ekki nóg með það heldur sér maður hlutina í sögulegu samhengi og gerir sér grein fyrir því að ef ekki hefði komið til blúsinn og djassinn þá væri tónlistarmenningin mun fátækari... Klassíkina þarf náttúrlega ekki að ræða.. ef hún hefði ekki komið til þá værum við ennþá að berja saman steinum til að fá hljóð!!!
En það er nú svo merkilegt að það er ein tegun tónlistar sem á mjög mikið sameiginlegt með þeirri klassísku þó svo að svona hversdags þá detti manni það nú ekki beint í hug!! Þungarokk er nefnlega mjög melodískt og á það sameiginlegt með klassískri tónlist að skipta um hraða og jafnvel takt inni í miðju lagi!! Það má eiginlega segja að þungarokk og klassíkin séu mjög nærri hvorri annarri... enda kemur þungarokk oft mjög vel út í uppfærslu symfóníuhljómsveita. Sem dæmi má nefna diskinn sem Metallica gerði ásamt symfóníuhljómsveit Lundúna... Önnur hljómsveit sem mér var bent á um helgina og spilar tónlist eftir Metallicu er hljómsveitin Apocalyptica. Það eru sem sagt 4 sellóleikarar sem spila instrumental útgáfur af lögunum þeirra.. Og það verður bara að segjast að það er þessi fína klassíska tónlist!!! Mæli með því að fólk kynni sér þessa hljómsveit, burtséð hvort fólk hafi gaman að Metallicu eða ekki!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com