Jæja... er ekki lífið dásamlegt?
Ég fór sem sagt í vinnuna á föstudaginn var... Við ákváðum hvernig kennslunni verður hagað í framhaldi af 6 vikna verkfalli. Hverju þurfi að henda út, hverju þurfi að fresta og hverju við ætlum að byrja á á morgun! Þegar það var ákveðið hékk ég í vinnunni, náði í nýjar námsbækur sem við ætlum að fara að keyra í skólanum og svo vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera!! Aðallega vorum við kennarar að bíða eftir fundi með trúnaðarmanni okkar sem fór á fund þar sem hann fékk afhenta miðlunartillögu ríkissáttasemjara.
Nú, við kennarar vissum það svo sem fyrirfram að hún yrði nú sennilega ekki neitt sem við yrðum spennt og hamingjusöm með... EN.. komm on!!! Ég segi nú ekki annað en að mér þótti þetta frekar leim og lélegur brandari! Samingur sem nær til 2008 og felur í sér 16,5% launahækkun, lækkun kennsluskyldu um 2 tíma á viku og fasta launatölu fyrir yfirvinnu hjá þeim sem eru 55 ára og eldri!! Nú eiga þeir sem hafa náð þeim aldri (og þar með kennsluafslætti (55=24kes á viku, 60=19kes á viku)) óháð því í hvaða launaflokki þeir eru að fá greitt samkvæmt launaflokki 237 alla yfirvinnu! Þannig að ef Jón kennari er í launaflokki 242 og kennir 3 kennslustundir á viku umfram 100% kennsluskylduna sína þá fær hann ekki 2522.- heldur fær hann 1933.- Þessi staðreynd hefur það í för með sér að sumir kennarar munu LÆKKA í launum!! Ekki amalegt að gera kjarasamning um að fá að lækka í launum!!! Hver vill ekki gera slíkan samning... Nú miðlunartillaga ríkissáttarsemjara felur í sér, eins og ég gat um hér að framan, 16,5% kauphækkun. Jú, það er bara ljómandi fínt myndu sumir segja... Já, ef maður fær hana bara strax!! Ekki á 4 ára tímabili..! Sér í lagi ekki þar sem spáð er 4% verðbólgu á næstu árum. Ef við notum einfalt reiknisdæmi og þar sem við segjum að fjórum sinnum fjórir eru sextán (4x4=16) þá stendur þar eftir 0,5% sem kennarar hafa fengið í kjarabót... VAAAAÁÁÁ!! Glæsilegt... mmm... JESSS... það þýðir að ég hef samt grætt 0,5% á kjarasamningunum!!! EN... það er bara ekki reiknað þannig sko!! heldur verður maður að taka 4% af kaupmætti hvers árs fyrir sig... og þá hafa kennarar sem sagt ekki grætt neitt heldur tapað á blessaðri miðlunartillögu ríkissáttasemjara!!
Þá er komið að öðru.. blessuðum börnunum... Einn fjölmiðlamaður spurði trúnaðarmann í skóla hér á höfuðborgarsvæðinu hvort kennarar hefðu í alvöru hjarta í sér til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara og senda 45000 grunnskólabörn aftur heim eftir að þau væru nýbúin að fá að koma aftur kát og glöð í skólann sinn... Ég var ákaflega stolt af viðkomandi trúnaðarmanni þegar hún spurði fréttamanninn hvort sveitafélögin væru tilbúin til þess!! En ég ætla að slá því hér fram að ef þessi 45000 grunnskólabörn eru tilbúin til þess að greiða hluta af reikningunum mínum þannig að ég hafi efni á e-u meiru í lífinu heldur en bara þessum allra nauðsynlegustu reikningum, þá skal ég samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara!! Annars ætla ég að segja NEI við henni.... Ég fór ekki í 6 vikna verkfall til að (úps hér var mér orðið svo heitt í hamsi að hér verður að ritskoða og breyta orðalagi!!) fá ekki nokkra leiðréttingu á mínum launum.
En nú ætla ég að fara að skipuleggja morgundaginn hjá mér... og ákveða hvað ég ætla að gera restina af vikunni!!