fimmtudagur, júlí 08, 2004 

Hæ hó og korriró!!

Jæja, Hollands-/Ítalíu-/Frakklandsförinni lokið og undirrituð komin heil heim. Það eru nú flestir búnir að blogga eitthvað um Ítalíuförina þannig að ég ætla ekki að gera það að öðru leyti en því að þakka kærlega fyrir hana til þeirra sem voru með í för.

Þegar krakkarnir fóru -flest- heim hélt ég förinni áfram til Hahn, náði í bílinn sem var búið að panta og keyrði sem leið lá til Hrannar systur í Strasbourg. Smávægilegur munur á þjónustu hjá Hertz í Þýskalandi eða á Ítalíu!! Þýsk nákvæmni klikkar ekki!!
Nú í Frans var lifað í vellystingum... rölti mér um borgina og naut lífsins, fór á "Fété de la music", lá í sólbaði, borðaði, horfði á EM í fótbolta, og missti mig á útsölu í HM!! Sem sagt ljómandi fín vika.

Á laugardeginum flaug ég svo heim, fór í bíltúr með Jóni Einari á sunnudeginum, náði í hóp á mánudegi og umpakkaði úr töskunni yfir í aðra og fór í 8 daga hringferð á þriðjudegi!! Dásamlegt!!

Nú, hringferðin tókst með ágætum. Hópurinn var klárlega einn sá besti frá upphafi gædaferilsins og veðrið lék við okkur að öllu leiti... Mér tókst meira að segja að brenna 2 sinnum í sólinni!!
Nú, þrátt fyrir að hafa verið kát og glöð í ferðinni var ég nú búin að hlakka dálítið til að fara í 3 daga frí eftir ferðina, þvo í rólegheitunum og kannski vinna aðeins í baðherberginu mínu!! (Þar fer nú fram endur-flísalögn þar sem þær voru farnar að losna frá veggnum.) En þegar ég sat úti á bílaplani hringdu þeir frá Kynnisferðum alveg í vandræðum... þannig að 3 daga fríið mitt styttist niður í 1 dag!! Hina tvo ætla ég að rúnta frá Reykjavík til Víkur! Erfitt að segja nei við fólk í vandræðum... og kannski ekki síst í ljósi síðasta VISA-reiknings!!! hehe

Nú, svo á laugardag heldur undirrituð á vit fleiri ævintýra þegar fyrri tjaldferð sumarsins hefst... Þannig að það er kominn tími á að skella sér á skeljarnar og biðja um gott veður!
En áður en bænahald hefst ætlar þvottavélin, sem er besti vinur minn í dag, að skella sér annan hring...

Heyrumst síðar...

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com