Jæja, þá er búið að skila ritgerðinni. Það var nú raunar gert fyrir nokkrum dögum síðan. Ég skilaði sem sagt fyrir viku síðan og bíð nú spennt eftir að leiðbeinandinn minn segi mér hvað ég þurfi að bæta og hvort ég eigi mér von um að útskrifast í júní. Ég hitti hana nú reyndar á þriðjudag í síðustu viku þegar ég kom með pappírseintak af ritgerðinni (hún átti í einhverju basli með prentarann og skjalið mitt... veit ekki meir!!) og hún sagði að við fyrstu skimun þá lofaði verkið góðu! Hvað það þýðir vei ég svo sem ekki... en ég held í það minnsta kosti í vonina um að það þýði útskrift! Ég hef notað tækifærið og hvílt mig aðeins á skrifunum og notið þess að vera "bara" í mömmuleik. En ég geri nú ráð fyrir að þurfa að fara að spýta í lófana og koma mér aftur að verki fljótlega.
Nú annars er það helst hér í fréttum að JES er í Kína! Camilla er alveg með það á hreinu hvað hann er að gera þar... Hann er að kaupa sleikjó fyrir hana eða með hennar orðum: "Hann kaupa gleigjó fyðið mig." Það er ósköp eðlilegt að barnið skuli halda þessu fram þar sem hún lifir í þeirri trú að sleikjóa fái maður aðeins í útlöndum..! Hinir ótrúlega lymskulegu foreldrar hennar töldu henni trú um það þegar við vorum í Frans í sumar og við þurftum nauðsynlega að múta barninu til að sitja kyrr í kerrunni aðeins lengur!
Talandi um litla snillinginn minn! Við mæðgur vorum að perla um daginn. Camillu þykir það óskaplega gaman þrátt fyrir að leggja nú minnst til perlsins! Allt í einu lítur hún upp úr perlinu og segir:
C: Mamma þú ævintýri
M: Er ég ævintýri?
C: Já
M: Hvers vegna er ég ævintýri
C: Þú er svo falleg
Og þar hafið þið það! Ég er svo falleg að það jafnast á við ævintýri!! En í öllu falli þá bræddi hún mömmuhjartað algerlega og ég sat bara með tárin í augunum yfir því hvað litla stýrið væri ánægt með mömmu sína!
En svo maður komi nú að afrakstri perlsins þá bjuggum við til eitt hjarta Síðan spurði ég hvort við ættum kannski að búa til hús... "Já já"... þannig að ég bjó til útlínur af húsi... en síðan ákvað hún að byggja við húsið og síðan sagði hún hróðug:
"Þetta kanína" þannig að við bjuggum ekki til hús í það skiptið... heldur eitthvað sem er svona svolítið eins og aðeins aflagað hús í laginu en er samt kanína! Þess ber að geta að herlegheitin voru að sjálfsögðu straujuð og hengd upp með bandspotta í rúmið hjá Camillu.
Nú annars er það helst hér í fréttum að JES er í Kína! Camilla er alveg með það á hreinu hvað hann er að gera þar... Hann er að kaupa sleikjó fyrir hana eða með hennar orðum: "Hann kaupa gleigjó fyðið mig." Það er ósköp eðlilegt að barnið skuli halda þessu fram þar sem hún lifir í þeirri trú að sleikjóa fái maður aðeins í útlöndum..! Hinir ótrúlega lymskulegu foreldrar hennar töldu henni trú um það þegar við vorum í Frans í sumar og við þurftum nauðsynlega að múta barninu til að sitja kyrr í kerrunni aðeins lengur!
Talandi um litla snillinginn minn! Við mæðgur vorum að perla um daginn. Camillu þykir það óskaplega gaman þrátt fyrir að leggja nú minnst til perlsins! Allt í einu lítur hún upp úr perlinu og segir:
C: Mamma þú ævintýri
M: Er ég ævintýri?
C: Já
M: Hvers vegna er ég ævintýri
C: Þú er svo falleg
Og þar hafið þið það! Ég er svo falleg að það jafnast á við ævintýri!! En í öllu falli þá bræddi hún mömmuhjartað algerlega og ég sat bara með tárin í augunum yfir því hvað litla stýrið væri ánægt með mömmu sína!
En svo maður komi nú að afrakstri perlsins þá bjuggum við til eitt hjarta Síðan spurði ég hvort við ættum kannski að búa til hús... "Já já"... þannig að ég bjó til útlínur af húsi... en síðan ákvað hún að byggja við húsið og síðan sagði hún hróðug:
"Þetta kanína" þannig að við bjuggum ekki til hús í það skiptið... heldur eitthvað sem er svona svolítið eins og aðeins aflagað hús í laginu en er samt kanína! Þess ber að geta að herlegheitin voru að sjálfsögðu straujuð og hengd upp með bandspotta í rúmið hjá Camillu.