Sumarblogg
Jæja, þetta gengur nú ekki lengur! Nú er kominn tími til að blogga aðeins held ég bara!
Nú er blessuð Verslunarmannahelgin að ganga í garð og samkvæmt síðustu tölum eru um sjö þúsund manns komnir til Eyja. Það hlýtur að vita á gott! Við fjölskyldan á Völlunum höfum nú ekki í hyggju að fara neitt langt þessa Verslunarmannahelgina. Það er einna helst að bóndinn fari til Reykjanesbæjar og vinni í því að koma húsinu okkar upp. Hann hefur verið að vinna í því undanfarna viku og það potast nú bara ágætlega hjá honum. Enda maðurinn stórduglegur og hamhleypa til vinnu!
Ungarnir stækka og dafna bara nokkuð vel. Camilla snúllubarn ætlar að byrja á leikskóla í ágúst sem verður mikið gaman. Litla mömmuhjartað er reyndar dálítið kvíðið á sama tíma sem það gleðst yfir því að hún fái nú loksins að spreyta sig meðal jafnaldra sinna. Hún er löngu orðin leið á því að leika við mömmu sína alla daga!
Auður stækkar og stækkar. Hún hefur það helst fyrir stafni þessa dagana að naga allt sem kemur nálægt henni og brosa framan í heiminn. Ekki amalegt það!
Við gerðum ljómandi góða reisu til Frakklands í Júlí. Þar skoðuðum við eitt og annað í París, færðum okkur um set of fórum til La Baule sem er strandbær við Bretagniuskagann. Það var ljómandi gott að skipta aðeins um umhverfi þó ekki væri nema í rúma viku.
Síðan er ég bara búin að eiga alveg ljómandi gott sumar, mikið um hitting með vinkonunum (þá sér í lagi Húsmóðurinnar í Vesturbænum), ferðir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og fleira skemmtilegt.
En... nú held ég að þetta sé nú orðið ágætt í bili. Ég blogga aftur síðar, þegar mér þykir nóg um bloggleysi á þessari síðu minni!!
Nú er blessuð Verslunarmannahelgin að ganga í garð og samkvæmt síðustu tölum eru um sjö þúsund manns komnir til Eyja. Það hlýtur að vita á gott! Við fjölskyldan á Völlunum höfum nú ekki í hyggju að fara neitt langt þessa Verslunarmannahelgina. Það er einna helst að bóndinn fari til Reykjanesbæjar og vinni í því að koma húsinu okkar upp. Hann hefur verið að vinna í því undanfarna viku og það potast nú bara ágætlega hjá honum. Enda maðurinn stórduglegur og hamhleypa til vinnu!
Ungarnir stækka og dafna bara nokkuð vel. Camilla snúllubarn ætlar að byrja á leikskóla í ágúst sem verður mikið gaman. Litla mömmuhjartað er reyndar dálítið kvíðið á sama tíma sem það gleðst yfir því að hún fái nú loksins að spreyta sig meðal jafnaldra sinna. Hún er löngu orðin leið á því að leika við mömmu sína alla daga!
Auður stækkar og stækkar. Hún hefur það helst fyrir stafni þessa dagana að naga allt sem kemur nálægt henni og brosa framan í heiminn. Ekki amalegt það!
Við gerðum ljómandi góða reisu til Frakklands í Júlí. Þar skoðuðum við eitt og annað í París, færðum okkur um set of fórum til La Baule sem er strandbær við Bretagniuskagann. Það var ljómandi gott að skipta aðeins um umhverfi þó ekki væri nema í rúma viku.
Síðan er ég bara búin að eiga alveg ljómandi gott sumar, mikið um hitting með vinkonunum (þá sér í lagi Húsmóðurinnar í Vesturbænum), ferðir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og fleira skemmtilegt.
En... nú held ég að þetta sé nú orðið ágætt í bili. Ég blogga aftur síðar, þegar mér þykir nóg um bloggleysi á þessari síðu minni!!