miðvikudagur, mars 02, 2005 

Miðvikudagur til moldar

Það er akkúrat þannig sem mér líður!!
Í dag er ég nefnilega tuskustelpan Bryndís... Ég er enn með kvefið góða sem hefur nú fylgt mér í að verða 5 eða 6 vikur. Ég er ekki vön því að vera með svona alvöru kvef í meira en viku þannig að þetta er orðið svolítið leiðigjarnt! Ég talaði við lækninn í síðustu viku og hún skrifaði upp á pillur fyrir mig til að eyða allri sýkingu sem gæti verið komin í ennis og nefholur... en af því að mér er ekki batnað núna tæpri viku síðar vill hún endilega gera mig að steratrölli!! Þannig að nú ætla ég að anda að mér sterum í eins og vikutíma eða svo til að athuga hvort ég breytist ekki í alvörustelpu í stað tuskustelpu!!!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com