föstudagur, febrúar 03, 2006 

Meira blogg!

Haldiði ekki að ég hafi rekist á þessar ljómandi skemmtilegu spurningar á blogginu hans Daníels! Ég svaraði þeim samviskusamlega þar og ákvað að sjá hverjir það væru sem myndu svara hérna hjá mér! Ég er alveg sammála honum um það að þetta er náttúrlega fullkomin sjáfsdýrkunarhvöt og hef ákveðið að gefa mig henni algerlega á vald! Endilega svarið þessu í kommentakerfið. Ég hlakka mikið til að sjá hvað þið hafið að segja!

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Finnst þér ég áhugaverður einstaklingur?
5. Myndirðu þola að hlusta á mig tala í einn sólarhring samfleytt?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Munt þú setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

fimmtudagur, febrúar 02, 2006 

Vallafréttir

Það er sennilega bara best að skella hér inn nýrri færslu... svona til að láta vita hvað ber hæst þessa dagana!

Skólinn er byrjaður sem sagt á fullu! Þessa önnina á ég að skila alls 5 verkefnum. Þau eru misstór, alveg frá 30 mínútna málstofu (sem er búin) upp í 30 blaðsíðna úttekt á stefnumiðaðri stjórnun í e-u fyrirtæki! Sem er mjög spennandi sko! Vandamálið er bara að þetta eru sem sagt allt para-/hópverkefni og þið getið ímyndað ykkur hvað það gengur vel að hóa saman í alla þessa hópa því það eru jú allir að vinna í mismunandi hópum! Sérlega áhugavert!

Camilla er ægilega dugleg þessa dagana, er farin að sitja, velta sér bæði af maganum yfir á bakið og öfugt! Foreldrarnir voru orðnir úrkula vonar um að hún myndi velta sér af bakinu yfir á magann þegar hún spýtti í lófana og lét loks verða af því. Ég er voðalega fegin því að þá verð ég ekki "skömmuð" í skoðuninni á morgun! Við vorum hálf skammaðar í 5 mánaða skoðuninni vegna þess að hún var ekki farin að velta sér... (OK, smá ýkjur, ég veit... en sagan er betri þannig!!) Svo er hún agalega mikil pæja og er farin að munda sig við að komast í skriðstöðu... þannig að þess verður ekki langt að bíða þar til hún fer að skottast hér um íbúðina og rífa allt og tæta!

Annað er það nú svo sem ekki... nema hvað að niðurskurðurinn á húsmóðurinni gengur ágætlega! Ég er ekki alveg eins metnaðarfull og Marý með skjaldbökuna sína en það gengur samt!! En ég vildi bara minna þær Beggu og Hallveigu á að ég og andlitsbaðið bíðum!!!

Jæja... látum þetta nægja þar til næst!

 

Leiðrétting...

Ég vil koma því hér á framfæri að Sigurborg og Marý hringdu víst í mig á afmælisdaginn! Í elli minni féll það í gleymsku en hefur sem sagt verið leiðrétt hér með!!!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com