sunnudagur, september 05, 2004 

Þvottadagar á japönsku!

Það er gaman þegar maður gegur glaðst yfir litlum hlutum!!
Ég er t.d. ákaflega glöð í dag yfir því að í dag voru settar upp snúrur á svölunum hjá mér! Það þýðir að ég get hengt þvottinn minn út í framtíðinni.. sem aftur þýðir að allur minn þvottur kemur til með að anga af ferskleika!! -A.m.k. hafa þann möguleika! Ég verð að segja það að ég er orðin dálítið þreytt á því að vera sínkt og heilagt með blessaða þvottagrindina annað hvort inni í stofu eða inni í svefnherbergi hjá mér!!
Hvers vegna hef ég ekki sett hana út á svalir? ...jú það væri möguleiki en þá á ég það á hættu að öll þvottagrindin detti um koll í einni vindhviðu eða svo. Þá þyrfti ég að þvo dágóðan hluta aftur.. sem mér finnst frekar leiðinlegt!

Nú, í dag er sunnudagur og í gær var hápunktur ljósahátíðar í Keflavík. Við Jón Einar fórum í mat til mömmu hans og kíktum á flugeldasýninguna og upplýsingu bergsins áður en við keyrðum til baka til Reykjavíkur. Þetta var hin glæsilegasta flugeldasýning og mjög tilkomumikið hvernig bergið er lýst upp. Keflvíkingar geta verið ánægðir með þetta framtak. Það vildi nú svo skemmtilega til að Begga vinkona var líka í Keflavík að vinna í nýopnaðri Rollingabúð þannig að við hittum hana líka!
Dagurinn í dag hefur svo að mestu leiti farið í rólegheit og afslöppun!

Þar sem ég hef verið að horfa á þá stórgóðu Shogun þætti og er mjög svo inspireruð af þeim þá er hér smávægileg japönskukennsla í boði síðunnar!!!
Já = Hai
Nei = Ijei
Gjörðu svo vel = Dozo
Takk = Domo
Flestallar sagnir enda á -'masu'. Til að mynda spurningu þá bætir maður við endingunni -'ka'. Og til að breyta setningu í neitun þá breytir maður -'masu' í -'masen'
Dæmi: 'wakarimasu' þýðir 'ég skil'.
'wakarimas-ka' þýðir 'skilur þú'.
'wakarimasen' þýðir 'ég skil ekki'

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com