laugardagur, október 25, 2003 

Jæja... nú bloggar maður bara á hverjum degi eins og alvöru bloggari!!!
Ég sé ekki fram á annað en að ég verði að bæta hér við skrif mín reglulega til að kommentakerfið fari ekki yfir um!!! Er það ekki merkilegt hvað fólk hefur mikið að segja svona þegar það byrjar...

Það verður að segjast að ég er mjög ánægð hvað allir leynigestirnir hafa blásið miklu lífi í hagyrðingaþemað!!! Ég var farin að halda að ég þyrfti að finna upp á nýju þema hér á síðunni... Ekki gleyma kennarageninu... þeir eru alltaf með þemu í gangi við og við!!! -í öllu falli þakka ég leynigestunum mínum kærlega fyrir áhugaverða seinniparta.... og jú Hörður.. ég skal senda þér smá svona 'takk takk' í leiðinni!!!

Annars, talandi um Hörð bróður minn.. þegar hann sér bloggið mitt næst verður hann fluttur í nýtt og án efa betra húsnæði!!! Til lukku með það litli bróðir.
Ég held að það kalli á fyrri part...

Í kóngsin Köbenhavn býr drengur
kátur og hreifur með úfið skegg...


-Botniði þetta kæra fólk...

Ég aftur á móti ætla mér að fara að koma mér í háttinn!!! Enda löngu kominn tími á það...

fimmtudagur, október 23, 2003 

Jahá... nú hefur heldur skipast í raðir þeirra sem lesa þessi skrif...!! Komnir 2 nýjir leynigestir!! Mergsugan og Lonestar@!!

Það endar kannski með því að ég verð að fara að velja leynigest mánaðarins!!! Rétt eins og starfsmaður mánaðarins er valinn í sumum fyrirtækjum!!
Það væri reyndar ekki sangjarnt gagnvart öllum hinum lesendunum sem eru búnir að lesa allt blaðrið og bullið sem er búið að vera hérna á síðunni undanfarið 1/2 ár!! Þannig að ætli ég myndi ekki bara velja lesanda mánaðarins...

Annars er lítið að frétta... vikan er búin að vera dálítið strembin, svona 'vinnuvæs' en hún hefur líka verið mjög skemmtileg!!

En nú bíður mín sem sagt heill hellingur af prófum og vinnubókum að fara yfir... þannig að ég ætti kannski að hætta þessu blaðri sem fyrst og koma mér að verki.

þriðjudagur, október 21, 2003 

Pr?fum ?etta me? titilinn aftur....

Hvernig væri að prófa að gera þetta ekki bara að "í kringum helgar" bloggi....

Nú, ég kannski tek áskoruninni og býð leynigestinn Kristbjörn velkominn í lesendahópinn. Ég vona að hann eigi eftir að hafa gaman af lestrinum og halda áfram að blása lífi í hagyrðingaþemað sem er á síðunni.

Líttu hingað leynigestur,
láttu fara vel um þig...


Nú skora ég á alla lesendur að botna fyrripartinn.... og reyna nú að vera dálítið hugguleg svona einu sinni!!!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com