laugardagur, janúar 03, 2004 

Afmælisþema...

Gleðilegt ár allir saman..

Nú er komið árið 2004 og það er þema á því ári!
Þetta er partýþema sem skýrist af því að ég og meira og minna allir mínir vinir erum að verða þrítug á þessu herrans ári. Þemanu verður startað í kvöld þannig að nú verða allir að koma sér í gír því þetta er bara fyrsta partýið af mörgum!!

þriðjudagur, desember 30, 2003 

Jólin jólin....

"Ég vildi að alla daga væru jól" segir í einu laginu sem er búið að hljóma í viðtækjum landsmanna fyrir þessi jól sem og önnur.
Ég er ekki sammála þessu! Ég er eiginlega mjög fegin að ekki séu jól alla daga!! Jú, það er fínt að hafa þau einu sinni á ári og ég er sjaldan eins ákaflega kát og glöð eins og einmitt yfir blessuð jólin. -Ég er heldur aldrei eins södd og einmitt á jólunum! Þvílíka matarorgían sem á sér stað þessa daga!! Þetta árið voru ekki rjúpur heldur hamborgarahryggur á aðfangadag með öllu tilheyrandi, forrétt og eftirrétt eins og lög gera ráð fyrir á mínu heimili. Á jóladag var svo hangikjöt í tartalettum með uppstúfinu og grænmetinu, forréttur. Það varð reyndar heimilisfólkinu til lífs að það gleymdist að borða eftirréttinn í það skiptið. Svona gæti ég haldið áfram að tala um mat í mjöööög langan tíma. Og það er einmitt þess vegna sem ég er alveg svakalega kát yfir því að þau eru bara einu sinni á ári...

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com