miðvikudagur, september 01, 2004 

Komin til byggða!

Jæja, komin heim í heiðardalinn fyrir veturinn! Búin með ferðirnar þetta sumarið og komin á fullt í skólanum...

Síðustu ferð sumarsins lauk þann 19. ágúst og skólinn var byrjaður þann 16. þannig að mín mætti bara "fersk" til vinnu daginn eftir heimkomu.

Merkilegt hvað árgangar geta verið mismunandi! Þannig er nú 7. bekkur þetta árið ca. helmingi lágværari en heldur slakari námslega en síðasti árgangur! Og umsjónarbekkurinn minn -sem er einmitt 8. BG talar helmingi meira þetta árið heldur en í fyrra!!! -Ef það er þá hægt!

Nú, lífið er enn ljúft! James Brown kominn og farinn, Lilja orðin þrítug með pomp og prakt! Ljómandi fínn texti sem Andri samdi um hana... Ég mæli með þessu Andri!

Eníveis... ég ætlaði nú bara að pikka eitthvað hérna inn þar sem það er orðið svo langt síðan ég kom í bæinn og enn lengra síðan ég pikkaði síðast!!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com