fimmtudagur, apríl 15, 2004 

Úr einu í annað!

Ég var spurð að því um daginn hvað ég vildi gera þegar ég yrði stór!!!
Ég veit að ég er orðin kennari...og leiðsögumaður... en ég veit ekki hvað mig langar til að verða þegar ég verð stór!!!
Helst vildi ég vera eilífðarferðalangur.. en ég held að maður verði svolítið þreyttur á því líka til lengdar!!! Svo fór ég á alveg ljómandi fyrirlestur hjá FÍ í gær.. Þar var Magnús Tumi jarðfræðingur hélt erindi um Kötlu og eldvirkni hennar. Vægast sagt skemmtilegur og fræðandi fyrirlestur...
Þetta var í rauninni tvískipt dagskrá því eftir að Magnús Tumi hafði lokið máli sínu tók Haraldur Örn "sonur minn" Haraldsson við og sagði ferðasögur frá báðum pólferðunum sem og klifið á hæstu tindana 7 í heiminum. Það var líka mjög skemmtilegt. Eiginlega skemmtilegra en ég bjóst við!! En hann sló þó ekki tvíeykinu Magnúsi Tuma og Kötlu við!!

Ég er alveg komin í sumarfílíng!! Það er farið að vera svo bjart alveg fram yfir kl. 9 á kvöldin... og birtir eldsnemma... Þannig að nú vil ég gjarnan að skólinn fari bara að vera búinn þannig að ég fari að komast til Ítalíu og eftir það á fjöll!! Fjallafiðringurinn er óvenju slæmur þetta vorið þar sem ég hef ekki komist í neina alvöru fjallaferð!! Ekkert komist í snertingu við hálendi Íslands í marga marga mánuði... Úff... Þetta verður að laga!

Nú, meiraprófið gengur ennþá... Mér hefur nú ekki verið treyst til að keyra vörubíl síðan síðasta færsla var færð inn!! En það kemur væntanlega að því fljótlega... svona sérstaklega þar sem ég drap nú engann síðast og lét alveg vera að keyra á neinn!! Ég bara hlýt að fá aðra tilraun til þess...
Þriðja helgin framundan og við erum bara still going strong í þessu öllu saman!!! Engin spurning...

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com