laugardagur, október 18, 2003 

Mikið er ég nú aktívur bloggari!! Hér bætist almennt ekkert við nema um eða eftir helgar!!
Í dag var sem sagt föstudagur.. (svo kom reyndar miðnætti og þar með breyttist föstudagurinn í laugardag!!) og ég þess vegna komin í helgarfrí!! Og...það verður að segjast að ég er afskaplega kát með þá staðreynd!!
Vikan er búin að vera mjög bissí hjá mér og er í rauninni ekkert útlit fyrir að það breytist neitt á næstunni....

Nú, það var nú ekki meiningin að sitja hér og barma sér yfir verkefnunum sem framundan eru... heldur var sem sagt meiningin að segja frá tónleikunum sem mér hefur orðið tíðrætt hérna um.
Á fimmtudaginn söng ég sem sagt með kórnum mínum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Nú, það sem hljóðfæraleikarar í Sinfóníunni eru jú atvinnufólk, þá vinnur það fólk bara á daginn rétt eins og annað fólk!! Sem aftur þýðir að við amatörarnir þurfum að taka okkur frí úr vinnunni til að geta mætt á æfingarnar... EN... í mínu tilfelli þá var það nú ekki í boði... það hittir nefnilega þannig á að akkúrat á sama tíma standa yfir samræmd próf í skólanum hjá mér... Þannig að ég var sem sagt ekki búin að mæta á neinar æfingar með sinfóníunni þegar að tónleikum kom!!! Ekkert mál hugsaði ég með mér... Sem það og var... -Fékk reyndar vægt stresskast þegar við byrjuðum að syngja... en það bráði af mér fljótlega og það verður að segjast að við stóðum okkur bara ágætlega!! -Það var í öllu falli klappað fyrir okkur!!!!!!

En nóg af raupsögum... það sem er framundan hjá mér þessa helgina er að fá þær vinkonur mínar EMS og Beggu í heimsókn annað kvöld... -jú, og fara yfir próf og annað smálegt! En að öðru leyti er helgin bara... ætluð til skemmtanahalds og afslappelsis.

Um helgar konur og karlar sofa
kannast ekki allir við það?


Síðasta tilraun til að vekja ykkur til lífsins.... -Og ekkert væl núna um að það sé erfitt að ríma við orðin sem eru í endann... þau eru mjög auðveld í þetta skiptið!!!

mánudagur, október 13, 2003 

Ég fór í leik um helgina... Hann kallast "einstæð 3 barna móðir" leikurinn!!!
Þetta var alveg hreint ágætur leikur! Ég fékk reyndar svona "byrjanda forskot"!! Börnin sem ég fékk í hendurnar voru bæði afskaplega stillt og svo voru þau komin á þannig aldur að það var hægt að tala þau til ef eitthvað bjátaði á... Ég gat ekki betur merkt en að allir væru svona ca. lifandi þegar ég hætti í leiknum og leyfði foreldrunum að taka við!!!

Annars var síðasta vika hjá mér alveg súper ömurleg!! Ef æska landsins lagast ekki eitthvað í viðhorfum sínum til menntunnar og þeirra sem eldri eru.. þá fer íslenskt þjóðfélag beinustu leið til fjandans þegar kynslóðaskiptin verða á milli okkar kynslóðar og þeirrar sem er að stíga út úr grunnskólum í dag!!! -En hvað segir ekki máltækið.. "Batnandi mönnum er best að lifa"... hver veit.. kannski lagast þetta allt saman!

Nú fyrir þá sem enn hafa áhuga á því sem ég er að dunda mér við svona dags daglega fyrir utan vinnu þá minni ég á tónleikana með Sinfóníuhljómsveitinni á fimmtudaginn... það verður ein allsherjar rússneskuorgía!!! Ég ætla bara ekkert að reyna að lýsa því hvað ég hlakka til að fara að syngja eitthvað sem ég skil!!! Þó ekki væri nema bara titilinn á verkinu!! Eina sem ég skil í þessu verki er "O Lenin"... Hmmm.... hvað skyldi restin af textanum þýða!!! ...skemmtileg tilhugsun..

Ég vil sérstaklega þakka "þeim nafnlausa" fyrir alveg hrútleiðinlegt komment í kommentakerfinu mínu... Þetta er ekki bara lengsta heldur líka leiðinlegasta komment sem ég hef fengið hingað til!! Þess vegna ákvað ég að lesa bara einn hluta á viku!!

Best að láta þessu lokið í bili....

..og þó.. er ekki best að koma með einn fyrripart til að athuga hvort einhvert skáldið vakni til lífsins!!

Sagan dæmir með sannleika menn
sjálfir þeir dóminn kveða

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com