föstudagur, febrúar 06, 2004 

Eitthvað markvert?

Nú er kominn föstudagur og vinnuvikan búin! Og það er svo merkilegt að þrátt fyrir að hafa vægast sagt verið mjöööög upptekin þessa vikuna...þá hefur e-n vegin ekkert gerst!
Ég fór á kóræfingu á mánudags- og miðvikudagskvöldið. Þriðjudagskvöldinu var svo varið í Warhammerleik með 7. bekkjar strákunum mínum!!!
Á fimmtudagskvöldið fékk ég heimsókn og nú er kominn föstudagur og dinnerboð hjá pater framundan.

Aftur á móti er morgundagurinn (laugardagur) sérstakt tilhlökkunarefni því þá ætla ég að fara í mikla jeppareisu á honum Grána mínum!!! Meiningin er að ná í 3 frændur mína -á aldrinum 7-8 ára- og fara með þeim í reisu út fyrir bæjarmörkin, setja jafnvel í fjórhjóladrifið og mála nágrenni Reykjavíkur rautt. Ég hef einu sinni áður farið með tvo þeirra í reisu... sem er sko í minnum höfð hjá þeim sem JEPPAFERÐIN!!!
Og það var nú hvorki meira né minna farinn allur hringurinn í Heiðmörk í þeirri reisu!!! Þannig að ef að líkum lætur og maður kannski skellir sér alla leið upp í Bláfjöll og keyrir svo Krísuvíkurleiðina heim... þá hlýtur hreinlega að vera búið að redda deginum hjá þessum frændum mínum.. Og uppáhaldsfrænku-titillinn nokkuð vel tryggur!! -Allavega svona fram á vor!!
Ég segi svo síðar frá því hvernig til tókst!!!

fimmtudagur, febrúar 05, 2004 

Maður snýr ekki á örlögin!!!

Það er nokkuð ljóst að það er óumflýjanlegt að ég og þessi maður eigum eftir að verða hamingjusöm til æviloka þegar brúðkaup okkar verður afstaðið!!!
Þetta er í annað skiptið sem andlit hans kemur upp í einu af tilgangslausa, fáránlega persónuleikaprófinu sem ég tek!!! Hitt skiptið má sjá hér
Skemmtilegt!



Hver ert þú? Harr harr

miðvikudagur, febrúar 04, 2004 

Merkilegt...

...hvað dagarnir líða mikið hraðar þegar maður er kennari heldur en nemandi! í dag er t.d. miðvikudagur sem gerir það að verkum að mér finnst vikan alveg að verða búin... en samt var hún bara að byrja!! En ég veit fyrir víst að nemendum mínum finnst alveg óralangt í að það komi helgi!!

mánudagur, febrúar 02, 2004 

Nýtt ár...

...kallar á nýtt útlit.

 

Ja hérna hér!!!

Nú er sem sagt allur ávinningur af öllu mínu sprikli síðastliðna viku farinn út um gluggann!!!
Afmæli í dag og afmæli í gær... Sem aftur þýðir að afmælishrinu þessa árs er lokið.. nú eru bara nokkrir afmælisdagar hér og þar á stangli!!!
Það virðist nefnilega vera þannig í minni fjölskyldu að það sé fengitími einu sinni á ári!!! Hann er sem sagt í apríl og aðeins fram í maí þar sem nær allar fæðingar í fjölskyldunni eiga sér stað í janúar... Restin hefur bara svindlað á reglunum og getið börn sín í laumi!!!
Af þessum 31 degi sem janúarmánuður státar af eru rétt um 15 fráteknir í afmæli... Þar af eru 3 á einum og sama deginum! Nú, svo finnst sumum ekki nóg um afmæli í janúar heldur eignast þeir maka sem eiga líka afmæli í janúar... og... eru svo stálheppnir að makinn, og barn makans hitta á "lausa daga" í þessum ágæta mánuði!!! Svo er nú dálítið skemmtilegt að segja frá því að 3 af vinum mínum eiga líka afmæli í janúar...en þau hitta reyndar á daga sem tilheyra líka fjölskyldumeðlumum!!!
Þannig að það má segja að þema janúarmánaðar sé með sanni afmæli!!!

sunnudagur, febrúar 01, 2004 

Rúnturinn..

..af bloggsíðum sem ég les nokkuð reglulega hefur heldur stækkað heldur en hitt. Af því tilefni hef ég bætt við þremur aðilum. Velkomin í hópinn kæra fólk!

 

Ég er...

...ljóð!!

Enn og aftur hef ég komist í tæri við fullkomlega ónauðsynlegt persónuleikapróf sem ég mátti til með að deila með ykkur!! Ég held reyndar að það sé til skýring á þessum áhuga mínum á persónuleikaprófum! Ég er haldin óendanlegri "skrifstíflu"!!!
Jæja... en allavega, hér er "listformið ég"!!!

Poetry
You are Poetry.
You are often the most emotional of the arts. You
are introverted, in that you tend to let people
come to you rather than trying to get their
attention. You get along well with Music and
Literature.


Taktu prófið.
brought to you by Quizilla

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com