föstudagur, nóvember 14, 2003 

Hmmm...

Dásamlegar þessar "skoðanakannanir" þar sem lífi þínu er stillt upp sem einhverju veraldlegu!!
Ég tók sem sagt þátt í einni svona "skoðanakönnun" og ef ég væri mynd... þá væri ég:


CWINDOWSDesktopLotR.JPG
Lord of the Rings!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

Þannig að ég væri sennilega lítill hobbiti með risastórar loðnar tær... skemmtileg tilhugsun!!!

 

Frædei...

Vinnuvikunni lokið og ég barasta komin alla leið á Egilsstaði!!
Hvar á maður að byrja... Það eru reyndar bara liðnir 3oghálfur dagur frá síðustu færslu en samt er búið að gerast alveg heill hellingur hjá mér!!

Sko.. á miðvikudagskvöldið fór ég í hellaskoðunarferð sem var alveg sérdeilis ánægjuleg. Þar var mér líka komið svo gersamlega á óvart að ég er ekki enn búin að ákveða hvað ég ætla að segja um þann atburð!! Þannig að þið fáið ekkert að vita meira um það...í bili allavega...
Nú svo á miðvikudagskvöldið kom ég heim og bara dreif í því að pakka niður fyrir tvö mismunandi ferðalög!!! Ójá... nú er barasta brjálað að gera í ferðalögunum maður!!!
Sko... á fimmtudagsmorguninn fórum við 3 kennarar með 36 nemendur út fyrir bæjarmörkin og gistum í Víkingsskálanum fyrir neðan Hengilinn. Meiningin var sem sagt -eins og má sjá í síðustu færslu- að fara í nokkurra tíma labb og koma sér svo aftur í skála og halda gleðinni áfram þar. Sökum mikilla rigninga sem og mikillar þoku varð nú gangan ekki alveg eins löng og áætlað var þannig að gleðin í skálanum varð bara lengri fyrir vikið!! Það var bæði sungið og leikið sér þar inni langt fram á nótt.. Eins var sögð kyngimögnuð draugasaga af þeim félögum Hans Schneller og Kurt Tiefer!!! -Hún verður sögð þeim sem hafa áhuga á við rétt tækifæri!!! Ágætlega heppnuð ferð í alla staði...
Nú, í morgun var svo bara skriðið á lappir um 10 leytið og farið að athuga með mannskapinn sem hafði nú haft meira úthald en við kennararnir!! Sumir kvörtuðu sáran yfir því að vera bara búnir "að sofa í tvo og hálfan tíma" þegar við fórum að ræsa menn og konur um kl. 10:30 í morgun!!! Þannig að eitthvað hefur nú verið sýslað inni í svefnskálanum í alla nótt!!!

Og svo komum við í bæinn...og ég skellti mér upp í flugvél sem flaug og flaug og flaug....alla leið á Egilsstaði!!! Þannig að nú er ég komin á Héraðið!!!
Tilgangurinn með þessari ferð er aftur á móti áfengisneysla og skemmtanahald!! Ég á svo dásamlegan vin hérna á Austurlandinu, Magnús -títt nefndan- sem ákvað að bjóða undirritaðri í skemmtiferð á Austurlandið...!! -Hafðu þökk fyrir það Magnús!
Ég segi svo frekar frá þeirri heimsókn síðar...

þriðjudagur, nóvember 11, 2003 

Hvers vegna heyrir maður aldrei svona... JIBBÍÍÍ það er kominn mánudagur!!!!
Ok ok... ég veit svo sem af hverju... en það væri nú samt ágætis tilbreyting að vakna með sól og gleði í hjarta yfir því að eiga að vakna snemma og fara í vinnuna!!! -Ég bíð spennt eftir þeim degi...

Annars er ég nýbúin að eiga hér alveg ágæta kvöldstund fyrir framan skjáinn í alveg prýðis-félagskap!! Tilefnið var hin stórgóða mynd "Lock, stock and two smoking barrels" sem ég mæli alveg hiklaust með fyrir þá sem ekki hafa séð hana!! Og svona fyrst maður er farinn að mæla með myndum þá legg ég til að fólk horfi á "Snatch" sem er einmitt líka alveg stórgóð mynd!!!

Annars er það helst í fréttum af þessum vígstöðvum að nú eru framundan "gagn og gaman"dagar í skólanum!! Þá gerum við eitthvað allt annað en við erum vön að gera... ég ætla t.d. í skálaferð með 45 stk. 9.-10. bekkinga!!! Það vill reyndar til að ég fer ekki ein með þá heldur verðum við 3 kennarar sem förum. Og planið er að tölta með skarann upp á Hengilinn (3-4 klst. labb) og þreyta þau svo áfram með söng og skemmtilegheitum... þannig að þau velti helst útaf um kl. 2-3!!!
Við sjáum hvað setur!!! En ég allavega skellti saman einum fyrripart svona til að halda lýðnum uppteknum!!!

Krakkaskari í kulda og trekki
komust upp á Hengil

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com