miðvikudagur, febrúar 09, 2005 

Ísland í dag... í gær!

Ég bara verð að tjá mig hér aðeins meira...

Sáuð þið sjónvarpsþáttinn "Ísland í dag" -í gærkvöldi?
Þar var verið að fjalla um MND sjúkdóminn. Það komu þar fram 2 einstaklingar sem báðir eru með MND. Annars vegar kona, Magnea, sem er orðin mjög illa haldin af sjúkdómnum, búin að missa málið og allan mátt í líkamanum. Maðurinn hennar var þarna líka og svo annar maður sem heitir Guðjón og er mikill framámaður í MND félaginu. Hann er búinn að hleypa miklum krafti í það góða starf sem þar er unnið. Hefur m.a. komið því til leiðar að taugadeildinni voru gefin sjónvörp inn á allar sjúkrastofur svo maður nefni nú eitthvert dæmi.
Það var mjög áhrifamikið að fá að sjá þau þarna í sjónvarpinu. Ég get bara sagt fyrir mig sem manneskju sem þekki þennan sjúkdóm þónokkuð vel að þau gáfu þjóðinni mjög góða innsýn inn í líf MND-fjölskyldna. Það hafa fáir gert það á eins hógværan en samt ósérhlífinn hátt.
Ég vil endilega hvetja ykkur til að kíkja bæði á síðuna hennar Magneu sem er á þessari slóð sem og síðuna hans Guðjóns sem er hér.
Ég vildi bara óska þeim til hamingju með frammistöðuna og þakka þeim kærlega fyrir að koma fram fyrir alþjóð.

 

Prófyfirferð

Undanfarna daga hafa verið prófdagar í skólanum. Það þýðir líka að það þarf að fara yfir prófin! Þannig að nú sitjum við og förum yfir öll þessi próf! Þetta er heilmikil vinna þar sem það eru á milli 160-230 nemendur í árgangi. Þess vegna er ég svo ánægð með það að við sitjum hérna saman og hver og einn fer bara yfir sína blaðsíðu! Það þýðir að maður þarf ekki að vera með hugann við allt prófið heldur getur maður bara einbeitt sér að smá hluta!
Þetta þýðir líka að við klárum allan árganginn bara á 3 tímum! Annars myndi ég vera lengur að fara bara yfir þau próf sem tilheyra mér...
Dásamlega samfélagsvæn deild sem ég er í!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com