sunnudagur, apríl 30, 2006 

Jahérnahér!!!!

Haldiði ekki að bloggið mitt hafi barasta breyst!!!
Ég var eitthvað að fikta í templetinu um daginn, fannst ver kominn tími á gleðilegra útlit... og haldiði ekki bara að ég hljóti að hafa vistað breytingarnar á templetinu... án þess að hafa vistað alla tenglana!! Sem þýðir aftur að það þýðir ekkert fyrir ykkur að skoða bloggið hjá Herði og Ingibjörgu þar sem engir eru tenglarnir!!
Ég bjarga þessu við tækifæri... nenni því ómögulega núna þar sem það eru um það bil 5 klukkustundir þar til fröken Camilla vaknar og vill fá alla þá athygli sem foreldrarnir eiga til!!

 

Velkomin aftur!!

Haldiði ekki að háskólanemarnir Hörður og Ingibjörg séu komin aftur á listann hér til hliðar!
Ingibjörg hefur sem sagt blásið lífi í bloggið sitt og Hörður fær að fljóta með þar sem inni á háskólasíðunni hans eru upptökur af tónleikum sem hinir stórgóðu "Sökudólgar" héldu á Rósenberg fyrir ekki svo löngu síðan. Hvet ykkur endilega til að hlýða á kauða og aðra Sökudólga! Hörður spilar á gítar en það er aftur Skúli frændi okkar Harðar sem syngur og á sum laganna sem þeir flytja þarna.

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com