Einu sinni var....
...stúlka sem hét Brynka. Henni datt sú fásinna í hug að eignast barn nr. 2 ekki löngu eftir að barn nr. 1 hafði fæðst! Þrátt fyrir hversu skammt var liðið frá fæðingu barns nr. 1 mundi Bryndís ekki eftir síðustu vikum meðgöngu nr. 1!! Það kom henni því algerlega í opna skjöldu að hún skyldi vera ógöngufær, líta út eins og meðal steypireyður og vera með brjóstsviða dauðans síðustu vikur meðgöngu nr. 2!!
Þar sem Brynka flokkast nú undir að vera grey, rétt eins og aðrir sem tilgreindir eru í hinum ýmsustu keðjubréfum hefur verið stofnuð styrktarlína til styrktar henni og öðrum steypireyðum sem eins er ástatt um. Til að styrkja Brynku á síðustu metrum meðgöngunnar er fólk því vinsamlegast beðið um að segja henni hvað hún líti vel út, hvað hún sé "nett" og "pen" og að hún sé alveg sérlega falleg barnshafandi kona. Þessi lína styrkinga er í flokki sjálfsblekkinga og firringa en heimildarmanni bloggs Brynkunnar er kunnugt um að henni sé alveg sama.
Þar sem Brynka flokkast nú undir að vera grey, rétt eins og aðrir sem tilgreindir eru í hinum ýmsustu keðjubréfum hefur verið stofnuð styrktarlína til styrktar henni og öðrum steypireyðum sem eins er ástatt um. Til að styrkja Brynku á síðustu metrum meðgöngunnar er fólk því vinsamlegast beðið um að segja henni hvað hún líti vel út, hvað hún sé "nett" og "pen" og að hún sé alveg sérlega falleg barnshafandi kona. Þessi lína styrkinga er í flokki sjálfsblekkinga og firringa en heimildarmanni bloggs Brynkunnar er kunnugt um að henni sé alveg sama.