fimmtudagur, október 02, 2003 

Jahá... þá er kominn október og bara 15 dagar í tónleika...
Hmmm... já... fyrir þá sem ekki vita það þá er ég sem sagt farin að raula aftur með Fílharmóníunni og þann 16. október næstkomandi eru fyrirhugaðir tónleikar með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Gaman gaman...!!

Ég vil vekja sérstaka athygli á því að tvær stöllur mínar hér til hliðar hafa breytt um útlit á blogginu sínu... Báðar hafa þær verið í mjög löngu "bloggfríi" en komið með athugasemdir á "okkur hin" sem nennum að blogga svona af og til.. En nú hefur sem sagt þörfin til að tjá sig vaknað aftur og þær ákveðið að láta ljós sitt skína... og til að komast hjá athugasemdum um viðkvæm málefni.... nú, þá hafa þær bara sleppt því að bjóða uppá þann möguleika að maður setji inn athugasemdir!!! -Sniðugar þær!!!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com