Jæja góðir hálsar!
Þá er enn eitt árið runnin upp sú stund að landinn tryllist í einu Júróvisjón æðinu! Hver skyldi vinna þetta árið? Undirrituð er mikill aðdáandi keppninnar -í hófi þó- og hef ég þess vegna bætt við einni krækju hér til hliðar. Sú liggur beina leið inn á dagbók Loga Bergmanns og Gísla Marteins sem staðsettir eru úti í Riga Birgittu til halds og trausts. Þetta er hin skemmtilegasta lesning og alveg greinilegt að stemmningin er mikil þarna úti. Við Íslendingar látum að sjálfsögðu okkar ekki eftir liggja og nú þegar hljómsveitin Írafár er öll komin út til Lettlands ætti nú að vera hægt að taka svona eins og eina kvöldstund í það að sýna liðinu hvernig aaaaalíslensk sveitaballamenning er....
Nú er bara að krossleggja fingur og tær og vona að Birgitta "okkar" standi undir nafni sem poppdrottning líðandi stundar á Íslandi og taki Júróvisjón í nefið rétt eins og íslensku þjóðina!!!