sunnudagur, ágúst 10, 2008 

Koddu pabbi!

Akkúrat núna eru litlu dömurnar mínar í leik. Það er að segja Camilla er í leik þar sem hún er mamman, gamall barbíhestur frá mér er barnið og Auður er pabbinn! Ég veit ekki hversu meðvitaður "pabbinn" er í leiknum því helsta innlegg "hans" er að elta "mömmuna"! Mamman fer út á svalir og kallar "Koddu pabbi" og þá kjagar "pabbinn" út á svalir og tautar, "pabbi, mamma, dódi" allt til skiptis! Síðan kemur "mamman" hlaupandi með "barnið" undir hendinni, hendist í bílinn sem er ímynduð bleik glæsikerra á gólfinu við forstofuna og kallar aftur "koddu pabbi". "Pabbinn" sem var rétt að klára að klofast yfir þröskuldinn út á svalirnar má nú klöngrast yfir þröskuldinn aftur og kjaga, tautandi "pabbi, mamma, dódi" í áttina að "mömmunni"! Þetta virðist vera afskaplega skemmtilegur leikur því að bæði "mamman" og "pabbinn" eru búin að vera lengi að! -Já og MAMMAN fær algeran frið til að brjóta saman þvott og horfa á Ólympíuleikana!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com