mánudagur, mars 10, 2003 

Jæja, ég er að spá í að lýsa því hér með yfir að ég er ofurpæja!!! Ég lagði af stað úr höfuðstaðnum í gærkvöldi eftir vægast sagt viðburðaríka langa helgi! Föstudagurinn var tekinn í það að bankastússast, nostra við pæjugenið og minna á sig hjá vinnuveitandanum fyrir sumarið... Eftir að þetta var allt í höfn var stefnan tekin niður á Kaffi Vín til að hitta "fellow leiðsögumenn" ásamt Beggu ofurvinkonu minni... Þar sátum við dágóða stund og skiptumst á gædasögum sem enginn nennir að hlusta á nema aðrir leiðsögumenn vegna þess að það er enginn sem skilur þær sem ekki er leiðsögumaður!! Nú svo var nú stefnan tekin heim vegna þess að á laugadaginn stóð til að vakna snemma og eyða deginum uppi í Bláfjöllum. Nú, ég er svo sem búin að gera þeim degi eins mikil skil og ég ætla í pistlinum hér á undan sem var skrifaður í fullkominni alsælu með laugardaginn enda langt síðan annar eins dagur hefur verið tekin á skíðum...
Eftir skíðaferðina var nú stefnan sett upp í Breiðholt þar sem ég var búin að mæla mér mót til að skoða íbúð! Og til að gera langa sögu stutta þá var skoðað á laugardagskvöldinu og um klukkan 12:30 á sunnudegi var undirrituð búin að bjóða í íbúðina, fá gagntilboð og samþykkja það!! Og allt á klukkutíma og 17 mínútum!!! Geri aðrir betur!! Svona hafa nú reyndar hlutirnir reyndar alltaf gerst í kringum mig... ekki hugsa of mikið - framkvæma bara!!!

Og þessi sunnudagur var svo sannarlega ekki búinn!! Um kvöldið þegar ég og Gráni "ofur-töffarajeppinn minn" vorum búin að keyra í hundleiðinlegu veðri á leið okkar norður heiðarnar, búin að fara inn í Akureyri til að fylla á tankinn til að komast nú örugglega alla leið í sveitina og vorum á leiðinni út á Ólafsfjörð þá skellur á þessi líka bylur! Og Gráni kallinn stóð sig eins og hetja í öllum sköflunum á leiðinni! Það kom 3 sinnum fyrir að ég þurfti að stoppa til að leyfa vinnukonunum að strjúka snjóinn af framrúðunni til að vera nú viss um að ég væri á réttri leið en ekki út í skurð eða eitthvað þaðan af verra!!! Við Gráni skelltum bara í lága drifið og létum eins og við hefðum aldrei gert annað en að keyra í snjó sem náði vel upp fyrir stigbretti á bílnum...eehheemmm....jeppanum!! Og þar með ákvað heimilisfólkið með öllum greiddum atkvæðum að það væri staðfest að húsmóðirin væri ofur-jeppa-pæja!

sunnudagur, mars 09, 2003 

Þegar ég vaknaði í dag var afmælisdagurinn hennar mömmu. Hún hefði orðið 54 ára í dag. Það eitt gerir þennan dag mjög sérstakan og á ákveðin hátt ljúfsáran. En hann er búinn að vera alveg sérstaklega ánægjulegur. Ég vaknaði fyrir allar aldir (svona miðað við að það er helgi), hitaði kakó og smurði mér nesti og settist upp í Grána minn. Við settum stefnuna upp í Bláfjöll og eyddi deginum á skíðum í alveg sérdeilis góðum félagsskap.... Ekki spillti fyrir að veðrið var alveg himneskt. Ekki ský á himninum þannig að maður sá alla suðurströndina frá Keflavík og alveg út að Eyjafjallajökli, fjallasýnin náði næstum alla leið að Mælifellinu í Skagafirði!! Fjöll eins og Hekla, Þrýhyrningur, Skjaldbreiður, Langjökull og ótal fleiri skörtuðu sínu fegursta... Og...færið í Bláfjöllunum var bara alveg stórgott! (Það er til mikils að flytja á norðurlandið til þess eins að þurfa að koma suður til að fara á skíði!!!)

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com