föstudagur, febrúar 29, 2008 

Tímasetningar

Gætu allar tímasetningar í mínu lífi verið verri þessa dagana?
Sko.. tökum útgangspunkt í lokaritgerðaskilum sem eru enn áætluð mánudaginn 3. mars! Tökum síðan allar þekktar breytur sem geta komið í veg fyrir að skilin verið á þeim tíma...
1. Það eru tvö smábörn á heimilinu.
2. JES er í heimaprófi frá fimmtudegi fram á sunnudag.
3. Það er ferming um helgina.
4. JES þarf að fara í annað próf á mánudag, skila ritgerð og einhverju öðru verkefni á mánudag.

Ok.. allt sem hægt er að komast yfir með smá skipulagi og góðri aðstoð.
Tökum þá óvæntu breyturnar sem setja allt úr skorðum!

1. Camilla var veik heima í dag og þurfti gríðarlega athygli!
2. Gleymska undirritaðrar gerði það að verkum að hún þurfti tvisvar út úr húsi í dag.
3. Auður varð veik og gubbaði allt út hér í kvöld.

Þannig að þegar þetta er skrifað er ekki búið að gera neitt að ráði í blessaðri lokaritgerðinni og undirrituð orðin frekar örvæntingarfull um að það náist að skila öllu heila klabbinu á mánudag...

miðvikudagur, febrúar 27, 2008 

Hver kannast ekki við...

Hvað eru margir sem fengu svona imbahroll niður undir tær við að lesa fyrirsögnina hér að ofan?
Ég fæ í öllu falli meira en bara nettan hroll þegar hann byrjar blessaður maðurinn á vörutorgi. Hann er eini maðurinn sem:
-er ekki með vöðva heldur VÖVÐA í líkamanum!
-finnst Halldór Daðason vera líkamsræktarFRÖMUÐUR!
-er búinn að BÍÐA eftir því að hægt sé að búa til ALVÖRU "kandíflos" hérna heima!
-ætlar að vera ÁBERANDI í grillveislunum í sumar með hnífasettið sitt!
-þarf að taka það fram að hann geti æft sig INNI í HVERNIG VEÐRI SEM ER!
-borðar grenningartvennuna eftir að hafa æft sig með X-co handlóðunum sem eru með GAGNVERKANDI ÁTAK á ÞRÍVÍDDARVÖÐVANA! (-eða ætli það séu líka vövðar?)
-finnst súkkulaðigosbrunnur vera AÐAL málið í veislum!
-á brauðkassa sem má nota HVAR SEM ER eins og til dæmis í HESTHÚSINU!

Er það bara ég eða er maðurinn ekki alveg í tengslum við raunveruleikann? Bara svona fyrir forvitnissakir þá langar mig til að spyrja ykkur lesendur góðir hvort það hafi háð ykkur að fá ekki alvöru kandíflos (versus þá gerfi kandíflos) í öllum veislum sem þið farið í? Hefur veðrið haft þau áhrif að þið veigrið ykkur við að hendast í ræktina -inni vel að merkja? Svo bara verð ég að fá að vita hvort það er einhver þarna úti sem hefur tvívíddarvöðva??? Ef svo er, viltu í Guðanna bænum fara til bæklunarlæknis, það er ekki eðlilegt að vera í tvívídd! Mikki mús er meira að segja kominn í þrívídd!!
Já...og vill einhver að ég komi í grillveisluna þeirra í sumar og verði áberandi með hnífasett?

Svo að við minnumst nú ekki ógrátandi á hinn útlifaða FRITZ-í-sófanum með henni Bylgju sem á alla ballkjólana! Er fjöldi ballkjóla svo fyrirferðamikill í ykkar lífi að það sé vandamál?


Lifið heil...
Brynkus -sem er núna líka komin í frí þar til eftir skil á lokaritgerð!!!

sunnudagur, febrúar 24, 2008 

Eitt vígi enn fallið!

Mér er það lífsins ómögulegt að skilja af hverju konur virðast ekki geta sungið nema að sjáist í bert hold eða að þær séu klæddar í spandex galla sem sleikja allan líkama þeirra!
Þar sem ég hef nú ákaflega gaman af júró-sirkusnum þá horfði ég á keppnina í gærkvöldi (svona allavega með öðru á milli þess sem ungunum var komið í koju). Þar sá ég -mér til mikilla vonbrigða- að okkar ágæta Birgitta Haukdal, sem hingað til hefur sungið fullklædd sá sér ekki fært lengur að halda tón nema með því að bera magann. Ég varð eiginlega mjög spæld!
-Annars var ég bara sátt við úrslitin. Júróbandið er ljómandi fínn dúett -svona í júrósamhengi- og Öggi er fínn lagasmiður.

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com