sunnudagur, ágúst 20, 2006 

Ágústfærslan!

Þetta er nú alveg ótrúlegt! Ég er greinilega komin í þann hóp bloggara sem blogga að meðaltali einu sinni í mánuði!
Það gerir það að verkum að hér er helst að finna fréttir af familíunni á Völlunum en lítið um vangaveltur!
Þannig að þessar fréttir eru helstar eftir ágústmánuð:

-Fórum með litlu Camillu upp í Landmannalaugar um verslunarmannahelgina og gistum svo í bústaðnum í tvær nætur. Það var mjög skemmtileg helgi.

-Það er búið að grafa fyrir grunninum að húsinu okkar þannig að nú fer maður að sjá eitthvað áþreifanlegt! Getur hætt að tala bara um húsbygginguna og farið að benda á það sem fyrir augu ber!

-Fórum í alveg hreint MAGNAÐA útilegu í Þakgil með bestu vinum í heimi. Þar tjölduðum við nýja tjaldinu okkar og vígðum það þar með. Svo var bara etið, drukkið, sungið, farið í stórgóðan bíltúr upp að Mýrdalsjökli og svo komum við með stórskemmtilega tilkynningu sem verður fjallað betur um síðar!

-Ég byrjaði að vinna í Heiðarskóla í Keflavík.

Nú kallar mömmuhlutverkið þannig að ég læt þessa upptalningu nægja þar til í september!!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com