þriðjudagur, júlí 11, 2006 

Krísa!!

Það eru sumir hlutir sem ég vil hafa í algerlega föstum skorðum! Eitt af því er hver það er sem sér um hárið á mér! Sem dæmi má nefna að allan tímann sem ég bjó á Kirkjubæjarklaustri, í Osló og í Kaupmannahöfn þá fór ég alltaf á sömu stofuna í klippingu. Ágætis hárgreiðslustofa sem var niðri í miðbæ beint á móti Dubliners. Þar áður hafði ég farið á Salon Veh í 3-4 ár. Þegar ég flutti til Ólafsfjarðar tók ég sénsinn og fór á hárgreiðslustofu sem var staðsett á Akureyri. -Ég lét líka klippa mig þar sumarið eftir á meðan ég var að hringsóla í kringum landið með ferðamennina mína. Eftir að ég fluttist aftur í höfuðborgina hef ég farið á stofu sem heitir Lína lokkafína. Þar hefur ákaflega indæl stúlka klippt mig. Hún hefur staðið sig með stakri prýði og ég alsæl með línuna sem hún hefur búið til og hef ekki haft í hyggju að færa mig um set.
Nú hagar málum þannig að ég ætla að fara í klippingu fyrir yfirvofandi Póllandsför, hringi í Línu lokkafínu og kemst að því að klippidaman mín er barasta hætt! Ekki nóg með það heldur vissi daman á skiptiborðinu ekkert hvort hún væri farin að vinna annars staðar eða hvað hún hefði í hyggju!!
Hjálp!!!
Nú verð ég sem sagt að fara eitthvað annað og vona að sá/sú sem tekur við kollinum á mér standi sig eins vel... En í þetta skiptið var ég forsjál og pantaði mér klippingu á stofu í Reykjanesbæ!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com