mánudagur, mars 27, 2006 

I am Sylvia Night shining in the light!

Ég hlakka til Júróvisjón! Ég er alveg sannfærð um að Evrópa hafi húmor fyrir Sylvíu Nótt og þyki innlegg Íslendinga bara ljómandi sniðugt! Mér þykir hún allavega fullkomlega frábær! Ég er ákaflega ánægð með glamúrgelluna og frekjudósina sem er uppfull af ranghugmyndum um eigið ágæti! Svo ekki sé minnst á Romario og bróður hans sem skottast þarna um sviðið og enda á nærbuxunum í lok lagsins! "Yndislegt" fólk!!-Og mér þætti eiginlega hrikalega fyndið ef Sylvía Night kæmist upp úr forkeppninni en ekki gúddí-two-shoes-ið Selma Björnsdóttir sem þjóðin tók sem gefnu að myndi ekki bara koma okkur uppúr undankeppninni heldur líka landa í það minnsta öðru sætinu í annað sinn! En.. það virkaði víst ekki þannig!! Ég er alveg viss um að Sylvía Night shining in the light fari vel í Evrópubúa!


Lifi Júróvisjón!!!!!!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com