Helgin var frábær...!
Ég fór austur á Egilsstaði að heimsækja hann Magnús vin minn, borðaði gæs og fór á alveg hreint þrælgott ball... Nú, svo í gærkvöldi þegar meiningin var að koma heim, þá var komin þessi líka fína hrímþoka þannig að undirrituð komst ekkert heim fyrr en í morgun!!! Ekki amalegt það.. veðurteppt í veðurblíðunni fyrir austan!!
Nú, ég vil bara benda fólki á nýjan tengil sem er kominn hér til hliðar!
Leirhverinn... þar er á ferðinni talandi skáld... og eru nokkrar vísurnar bara ansi góðar...
EN... nú er klukkan orðin heill hellingur... þannig að ég ætla að fara að koma mér í háttinn...
Jú.. aðeins eitt að lokum...
Til hamingju með afmælið á laugardaginn litli bróðir...