miðvikudagur, mars 24, 2004 

Dömudagur...

Í dag tók ég mjög meðvitaða ákvörðun um að vera dama!! Ég klæddi mig í pils og hvaðeina og komst að því að nemendur mínir hrökkva hreinlega í kút þegar kennarinn kemur í e-u öðru en sömu gömlu lummubuxunum sínum!!
Ég fékk mjög oft þau komment hvað ég væri fín... ein stúlkan spurði hvort ég væri að fara í jarðaför!! Það er greinilegt að ég verð að fara að viðra pilsin mín ívið oftar!!

Annars er ekkert markvert búið að gerast undanfarna daga fyrir utan kannski hrútleiðinlega meiraprófsnámskeiðið sem við Begga og Jóhannes erum á!! Þetta er eitt jafnleiðinlegasta verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur...
En þetta er ekki endalaust og ég verð voðalega glöð yfir því að hafa tekið þetta einn daginn!!
Það er nú samt dálítið skondið að við fengum að vita á námskeiðinu að það sem reyndist fólki yfirleitt erfiðast í þessu öllu saman væri ekki að taka vörubílaprófið... ekki rútuprófið.... ónei.. það er sem sagt prófið á blessaðan leigubílinn!!!
Nú kann þetta að hljóma dálítið undarlega.... en eftir að vera búin að sinna heimaverkefninu sem við fengum á laugardaginn nokkuð vel... þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég muni sennilegast ekki ná leigubílaprófinu fyrr en í 8. tilraun!!! Af hverju kann nú einhver að spyrja... Kann Brynkan ekki að keyra?? Jú jú... ég kann alveg ljómandi vel að keyra... það er nú einmitt málið!! Við erum farin að keyra svo ómeðvitað að það er hræðilega erfitt að eiga að fara að vanda sig við að keyra!! Heimaverkefnið var sem sagt "góðakstur".... Hann gengur út á það að taka eftir öllum skiltum, taka eftir hraðatakmörkunum OG FARA EFTIR ÞEIM!!! Og þar stendur nú einmitt hnífurinn í kúnni!!! Maður er alltaf rétt í kringum 3 ár á leiðinni frá A til B þegar maður keyrir "góðakstur"!!! Reyniði að keyra t.d. Hamrahlíðina á ekki meira en 30 km hraða!!! Það er vonlaust!!!

Nú, að öðru... Tónleikarnir með Fílharmoníunni eru á laugardaginn kl 17:30 og svo aftur á þriðjudagskvöldið kl. 20:00. Ef þið hafið áhuga kæra fólk þá endilega hafið bara samband við mig og ég skal taka frá miða fyrir ykkur!!
Það var æfing í kvöld með stengjasveitinni og einsöngvurunum... Mikið er gaman að sjá afrakstur allra æfinganna verða að einhverju sem er gaman að hlusta á!!

Þannig að lífið hefur aðallega gengið út á það að vinna, fara á he#$"&% meiraprófsnámskeiðið og mæta á kóræfingar!!! Dásamlegt líf o",)

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com