mánudagur, mars 31, 2008 

Önnur skil -styttist í eðlilegt líf!

Jæja... þá er ég búin að senda annað eintak, breytt og betrumbætt á leiðbeinandann. Nú þarf bara að bíða og sjá hvort henni líst þannig á verkið að hægt sé að hendast með eintakið í prentun og innbindingu til að skila lokaskilum á skrifstofu Viðskipta- og hagfræðideildar. ROSALEGA verður það gaman en á sama tíma skrítið!!! Ég er búin að vera á kafi í blessaðri ritgerðinni síðan fyrir jól og búin að hugsa um hana næstum því dag og nótt síðan í febrúar fyrir ári síðan! Þannig að það verður skrýtið að geta farið að lifa lífinu samviskubitslaus!!! Kannski maður smelli sér bara í meira nám til að viðhalda samviskubitinu!! -Nei.. ætli það! Ætli það sé nú ekki frekar kominn tími til að vera "bara" mamma og fara að beina orkunni af fullum krafti að litlu ungunum sem maður á!

Af umræddum ungum er það helst að frétta að Camilla er búin að uppgötva líkamstjáninguna! Hún segir núna við hvert tækifæri, með augabrúnirnar uppi við hársvörð og hendurnar í "hissastellingu" út frá líkamanum, "Ég veit það ekki"!!! Nú eða þá að hún horfir á mig með "hissasvip" og segir ekkert!! Þannig að við erum bara í því að vera hissa hér á heimilinu þessa dagana!

Auður litla er búin að bæta einu "orði" í safnið. Hún segir núna, mamma, baba, datt og nýja orðið "Æææææ" sem þýðir hæ! Það er gríðarlega gaman að koma heim, kalla hæ hæ...og þá kemur litla stýrið, kjagandi fram ganginn "Æææææ...Æææææ". Það sem er nú eiginlega skondnast við þetta allt saman er að hún gerir sig svona "dimmraddaða" í rómnum. -Svona eins langt og það nær hjá litlu barni!!

JES er í skólanum. Kínaferðin var ljómandi en hann er ekkert að deyja úr spenningi að fara aftur! Sjáum til eftir 10-15 ár þegar mig langar að fara hvort mér takist ekki að dobbla hann með aftur! -I'll keep you posted!!!
En sem sagt, það var lent, eftir ríflega 20 tíma flug frá Kína, rétt um miðnætti á aðfararnótt mánudags og síðan var að sjálfsögðu tími á mánudagseftirmiðdeginum!! Það voru bæði þreyttir nemendur og ekki síður kennari sem mættu þar! Ég hitti einmitt umræddan kennara og hann sagðist hafa verið svo útúr heiminum að hann skellti bara mynd í tækið og lét það nægja!! Þannig að það eru ekki bara grunnskólakennarar sem "redda" sér með videoinu... háskólalektorar gera það líka!!

Átakið er enn í fríi en er væntanlegt við lokaskil... ég nenni ekki að spá í það hvað sullast upp í mig á meðan ég er að ljúka þessu ritgerðarfargani... en mótiveringin er aaaalveg til staðar og hefst formlega í apríl. Það verður gerð nánari grein fyrir því þegar þar að kemur!

Annars er bara allt gott að frétta héðan úr sveitinni! Ég er að kynna mér dagmæðrabissnesinn fyrir Auði af því að ég er að fara að vinna fljótlega... En annars er þetta svona það helsta!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com