laugardagur, febrúar 21, 2009 

Mamma "Bíndís

Auður er búin að læra það að mamma heitir Bryndís eða "Bíndís" í hennar útgáfu! Það gengur erfiðar að koma barninu í skilning um að pabbi heiti Jón en ekki "ljón"!! Hún tilkynnir okkur með reglulegu millibili að við séum "mamma Bíndís" og "pabbi njón" en "njón" er einmitt ljón á "auðísku".

Gaman að þessum litlu atriðum í lífinu.

þriðjudagur, febrúar 17, 2009 

32 vikur

Já spáið í það... ég er að skríða í 32 vikur á þessari meðgöngu. Það þýðir að nú er aðeins hálfur mánuður þar til ekki verður reynt að stöðva fæðinguna ef liðið ákveður að láta sjá sig! Ég veit ekki með ykkur en ég verð voðalega fegin þegar allir mæta á svæðið.
Hér gengur lífið sem sagt allt út á að gera klárt fyrir fjölgun! Við erum búin að setja upp aðra vögguna -eigum eftir að ná í hina sem við fáum lánaða..! Ég er búin að setja flest allt í töskuna góðu sem á að fara með upp á fæðingardeild þannig að það er svona nokkurn vegin reddí... Það er búið að ná í pínulitlu fötin (og ó mæ god hvað þau eru lítil!!) og koma þeim inn í skáp samanbrotnum og fínum!
Þannig að það er svo sem ekki mikið eftir nema að gera klára tösku sem eldri eintökin fara með til afa og ömmu þegar þær fara þangað í pössun!

Eníveis... þar sem þetta er nú að breytast í leiðinlegasta blogg sögunnar ætla ég að láta staðar numið hér!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com