laugardagur, september 13, 2003 

Heilir og sælir lesendur til sjávar og sveita!!!

Jú, það er staðreynd... nú skal "penninn" dreginn upp og fyrstu línur haustsins líta dagsins ljós.
Ég er að hugsa um að biðjast ekki afsökunar á "bloggletinni" því að ég hef ekkert sérstakt samviskubit yfir henni!!!
Ég er búin að vera á ferð og flugi í allt sumar með erlenda ferðamenn, skoðandi hitt og þetta og monta mig af landinu okkar ástkæra og ylhýra. Dásamlegur tími til að orða það pent!

En eins og öll önnur sumur þá endaði þetta sumar og ég eins og allar hinar fjallakindurnar erum reknar til manna á haustin.. Skólinn byrjaður og vetrarhversdaginn tekinn við.
Ég er sem sagt búin að flytja dótið mitt til höfuðstaðarins, búin að taka upp úr þessum helstu kössum og stefni að því að ljúka við þá lítt spennandi iðju innan skamms. -Mér þykir hjólið mitt, þrátt fyrir að vera óskaplega fallegt, ekki fara nógu vel í stofunni!!

Jæja, þá er nú búið að "súmmera upp" það sem gerðist í sumar... Snúum okkur þá að deginum í dag!
Hörður Torfason hélt sína árlegu hausttónleika í húsinu Austurbær í kvöld. Þar flutti hann bæði gömul lög og ný við vægast sagt mikinn fögnuð áheyrenda.
Áhrif Harðar á íslenskt tónlistarlíf er meira en margan grunar. Hann er búinn að vera starfandi sem tónlistarmaður í yfir 30 ár og búinn að senda frá sér fleiri hundruð lög og texta sem mörg hafa náð vinsældum.
Þeir sem hafa áhuga á íslenskri tónlist ættu að kynna sér lög og þá sér í lagi texta Harðar. Það er gaman að sjá hvernig hann leikur sér að orðunum og gerir hvert ljóð ljóslifandi.

Nú... hér í vor var hafin mikil hagyrðingaveisla sem svo datt niður sökum ferðalaga eiganda bloggsíðunnar... Nú legg ég til að þráðurinn verði tekinn upp þar sem var skorið á hann í vor. Þess vegna ætla ég að skella fram þessum fyrripart:

Lægðirnar gefa engin grið
gnauðar og hvín og syngur.
.

Og botniði nú....

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com