þriðjudagur, maí 18, 2004 

Kaffihús og huggulegheit

Ég var að koma heim af kaffihúsi sem ég má til með að deila með ykkur og mæla með! Það er sem sagt Café Aroma í Firðinum í Hafnarfirði. Þar er ljómandi fínt úrval af kökum og kaffi og nokkuð stór hluti þess er reyklaus. Ljómandi fínn staður sem ég hvet alla til að kíkja á ef þeir eiga leið í fjörðinn!

Það er frekar lítið að frétta svona þessa síðustu daga. Júrópartýið tókst með ágætum og má lesa betur um það hér. Annars er það mér áhyggju efni að það skuli vera komið upp nýtt afbrigði sjúkdómnum "get ekki sungið í fötum" sem hefur herjað á ungar söngkonur undanfarin ár! Þetta nýja afbrigði heitir víst "get ekki dansað nema í bikiníi" og herjar víst líka á ungar konur í dansgeiranum!!
Kannski maður verði lostinn þessum sjúkdómi úti á Ítalíu í sumar.. Ég hef sem betur fer sloppið við þennan sjúkdóm! Enda frekar leiðinlegt og jafnvel óviðeigandi, á kóræfingum!!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com