fimmtudagur, febrúar 20, 2003 

Sko mig! Ég mundi hvernig átti að fara aftur hingað inn til að skrifa meira... Það verður nú að teljast afrek held ég þar sem ég er alger rati þegar það kemur að einhverju öðru en að vinna í Word... mér líður eins og ég hljóti að vera að verða alveg "fúlbefær" á tölvur!!! Kannski sæki ég bara um hjá EJS þegar ég flyt í bæinn!!! Hmmm... tölvukunnátta: bréfaskriftir í Word og að búa til blogg inni á internetinu!!! Neeeiii...kannski ekki....ég hugsa að ég þurfi að læra eitthvað á exel fyrst... Reyndar kann ég að gera = og svo klikkar maður bara á reitinn sem maður vill vinna með og eitthvað meira og þá fær maður útkomu.... held ég!! Já..kannski ég bíði aðeins með þetta allt saman!

Akkúrat núna er ég að hlusta á hinn stórgóða disk Riggarobb með OFUR-hljómsveitinni Papar og á honum er m.a. lagið Bíum bíum bambaló. Þetta er óskaplega fallegt lag og textinn virkar óskaplega fallegur þangað til að maður virkilega leggur við hlustir!! Ég meina...lesiði bara sjálf:

Bíum bíum bambaló
bambaló og dilli dilli dó
vini mínum vagga ég í ró
en úti bíður andlit á glugga

Komm on... ég var myrkfælin fram eftir öllum aldri og ég veit ekki hvort það hefði "róað" mig mikið ef ég hefði hlustað á þessa barnagælu svona rétt fyrir svefninn!!! Ekki nóg með það heldur er annað erindi sem er líka óskaplega fallega meint, á þessa leið:


Ef þér sultur sverfur að
sauðakjöt ég hegg í spað
fljótt svo standi full með það
tunna hver dallur og dugga.

Þetta er líka voðalega "róandi"!! Þá sér í lagi ef maður er myrkfælinn... úti bíður andlit á glugga...ég hegg í spað!!!! Hvað var maðurinn að hugsa??? Hann hefur væntanlega aldrei svæft barn...og allra síst myrkfælið barn!! Menn stóðu kannski ekki í svoleiðis hégóma hérna áður fyrr... Ætli það sé ástæðan fyrir því að fólki finnst íslensk æska vera í mikilli hættu... Börnin séu ósjálfstæð og hugmyndasnauð og beri ekki virðingu fyrir sér eldra fólki.... Má kannski rekja það til þess að þau hafa öll verið svæfð af foreldrum sínum og hafa þ.a.l. aldrei fengið tækifæri til að takast á við óttann við andlitið sem bíður á glugganum eftir því að höggva sauðakjötið í spað... Eru krakkarnir sem eru núna að vaxa úr grasi og eiga eftir að taka við af okkur kynslóðin sem var svæfð!!!

Ekki þar fyrir að lagið og textinn eru bæði stórgóð!!


mánudagur, febrúar 17, 2003 

Jahá... Svo að það er þannig sem þetta virkar! Nú er ég væntanlega komin í samband við restina af heiminum og þá er aldrei að vita nema heimurinn komist í samband við mig... Ég veit svo sem ekkert hvað ég er að gera hérna. Manneskjan sem er ekkert sérstaklega vel við "opinberun" eða þannig!! En.. það er svo gaman að lesa blogg vinkvenna minna að ég ákvað að athuga hvort mér þætti eins gaman að lesa mitt eigið líf svona á prenti!! Jah.. kannski ekki strax en með tíð og tíma verður það kannski áhugavert og skemmtilegt!! Alveg eins og dagbækur... Það er ekkert gaman að lesa um gærdaginn en það sem gerðist í síðustu viku, síðasta mánuði og ég tala nú ekki um hvað það sem gerðist á síðasta ári er orðið óskaplega skemmtilegt... Og verður alltaf bara skemmtilegra eftir því sem tíminn líður.. Þannig að nú má tíminn líða bara alveg heilan helling!! En.. fyrst allt er svona skemmtilegt eftir því sem lengra líður frá, verður þá framtíðin alltaf minna skemmtileg eftir því sem við komumst lengra inn í hana? Hver veit... Ég er reyndar að hugsa um að láta þessari hugsun ólokið. Mér þykir hún ekkert sérstaklega aðlaðandi... Hver veit, kannski klára ég þessa hugsun einhvern tíma.... En ekki í dag, það er nokkuð ljóst!!
En nú ætla ég sem sagt að athuga hvort að þetta virkar allt saman..

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com