miðvikudagur, ágúst 04, 2004 

Stund milli stríða...

Jæja, þá er maður kominn heim í heiðardalinn... svona allavega í bili!! Kom heim í gær eftir ákaflega vel heppnaða ferð með stórskemmtilegum bílstjóra. Hópurinn var einn af þessum hópum sem vaxa eftir því sem líður á ferðina... Byrjuðu á því að kaffæra mig í spurningaflóði svo mér lá við köfnun.. en þegar þau rifjuðu upp að við ætluðum nú að vera saman í 8 daga og að þau myndu fá að heyra allt um íslenska hestinn, almannatryggingakerfið og bla bla bla... þá rifjaðist líka upp fyrir þeim að þau væru í fríi og gætu bara slakað á!!
Svo er dagurinn í dag búinn að vera bissí bissí bissí... búin að láta rýja mig, eyða öllum peningunum sem hafa rúllað inn í kassann undanfarnar vikur í hina og þessa reikninga, standa í fasteignaviðskiptum fyrir systur mína og skrifa undir ráðningarsamning fyrir næsta vetur... Þannig að ég er nú búin að tryggja það að hafa vinnu í vetur...
En sem sagt, nú er framundan frí alveg þar til á laugardag!!! Skemmtilegt... Þá tekur við síðasta ferð sumarsins sem er tjaldferð með 24 Breta. Gaman gaman... Sú ferð endar þann 19. ágúst þannig að þangað til bið ég lesendurna vel að lifa... sjáumst þá...


Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com