þriðjudagur, maí 06, 2003 

Jæja góðir hálsar... nú eru heilar 2 nýjungar hér á síðunni!! Nú getið þið bæði tekið þátt í bjór-vinsældakosningu OG smá landafræði-/söguupprifjun!!! Það eru allir hvattir til að taka þátt í vinsældakosningunni... líka þær sem eru ófrískar... þá er bara um að gera að velja þann bjór sem þið HEFÐUÐ drukkið á kosninganótt EF þið væruð ekki ófrískar.

Annað... ég get sagt ykkur hér og nú að í dag eru nákvæmlega 37 dagar þangað til að grunnskólanum hérna á Ólafsfirði verður lokið. Það þýðir líka að nú eru aðeins 37 dagar þangað til að ég kemst í ferðalagið mitt sem væntanlega endar svo 9. ágúst!!! Ójá, ég er að sjálfsögðu að tala um leiðsögnina í sumar... Ef að líkum lætur þá fer ég alls 4,5 hringi um landið...svona tæknilega séð!! Sko.. ég fer 2 hringi þar sem vesturlandinu er -því miður- sleppt vegna þess að það er haldið norður Kjöl... 2 malbikshringi þar sem vöntunin á vesturlandinu í hinum 2 ferðunum verður bætt upp, Snæfellsnesið tekið með og allt!! og svo fer ég einu sinni bara hálfan hring, byrja fyrir austan og enda í Reykjavík... Þannig að nú hef ég byrjað að dansa sólardansinn til að undirrituð fái nú gott veður til að sýna elskulegum ferðalöngunum landið okkar í sínum fegursta búning...og ég hvet alla sem lesa þetta til að gera slíkt hið sama...-að sjálfsögðu...

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com