þriðjudagur, desember 23, 2003 

Síðasti dagur fyrir jól...

...og einhverra hluta vegna á ég enn eftir að gera allt sem ég er samt búin að vera að gera eða á leiðinni að gera alla vikuna!!! Merkilegt að maður skuli alltaf geyma alla hluti fram á síðustu stundu.
-Ojæja.. kannski ekki alla hluti! Ég er búin að kaupa allar jólagjafirnar og pakka þeim inn, sem og öllum jólagjöfunum í húsi föður míns, baka og skreyta kökuhús þessa árs... og líka búin að grafa upp allt jólaskrautið sem er búið að flakka með mér um víða veröld sl. 4 ár... Jæja...kannski ekki víða... en þið vitið hvað ég á við!!!

En sem sagt í dag hefst síðasti spretturinn þannig að ég ætla að fara að koma mér að verki.

Gleðileg jól og hafið það sem allra best yfir hátíðarnar

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com