föstudagur, október 22, 2004 

Hólí mólí!!

Það verður að segjast að það er dálítill beygur í manni núna... Samningsnefndir sveitafélaganna og kennara eru ekki boðaðar á fund fyrr en eftir 2 vikur! VÁ.. TVÆR vikur... hljómar það ekkert sem rosalega langur tími í fleiri eyrum en mínum?

þriðjudagur, október 19, 2004 

Verkfallsblogg

Vá maður.. Það er ótrúlegt hvað maður getur eytt tímanum eeeendalaust!! Ég er að reyna að snúa ekki sólahringnum við og gerast e-s konar næturdýr sem sefur fram undir miðjan dag! En það er bara hrrrrrikalega erfitt!! Það sem hefur bjargað mér frá því að líta ekki sólarljós er hversu upptekin ég er búin að vera. Og svo þegar útlit var fyrir að ekkert fleira væri á döfinni hjá mér og saumaskapurinn kominn upp á borðið og videoleigur bæjarins voru orðnar ákaflega spennandi... Þá gerði afmælisbarn dagsins í dag, Jón Einar, sér lítið fyrir og sá til þess að undirrituð hefði NÓG að gera! Hann fjárfesti í íbúð á dögunum þar þar sem hún er ný er ég búin að múra mig inni með heilan haug af bæklingum, parket- og flísaprufum sem ég sit og raða saman á mismunandi hátt. Þegar búið er að skipuleggja nóg -í bili- fer ég svo í heimsókn til allra vina minna í BYKO... Þar sit ég og skipulegg enn meira með þeim! Þau segja mér hvað af heimatilbúna skipulaginu passar og hvað passar ekki... og svo hringi ég í Jón Einar nokkrum sinnum á dag og gef skýrslu um það hversu miðar í skipulagningunni... fæ blessun hans og held svo áfram að skipuleggja!! Ég er kannski bara á rangri hillu í lífinu! Ég ætti kannski bara að vera svona skipuleggjari... Ég er ansi dugleg við það sko!! Svo er aftur annað mál hvort ég sé flink við það eða ekki.. Það verða aðrir að dæma um það sko!

Annars er það helst í fréttum að Lilja skildi eftir vísu hér í kommentakerfinu sem undirrituð þakkar kærlega fyrir. Hún skildi eftir langt og skemmtilegt komment sem var svarað að bragði. Og þar sem hún skellti nú á mig einum fyrriparti um kennaraverkfallið -sem er búið að botna... þá datt mér í hug þessi fyrripartur!

Eftir vikur fjögur og fimm
fór að kárna gaman.

Og botniði nú góðir hálsar... ég ætla að halda áfram að skipuleggja!!!

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com