Stelpudagarnir eru búnir!
Camilla tók að sér að tilkynna mér það hér í gær að ég væri ekki stelpa heldur kona! Ég var eitthvað að tala um að einhver væri "stelpa eins og við" og þá gall í litlu skoppunni... "Mamma... þú ert ekki stelpa.. þú ert KONA"! Þannig er nú það!
Annars fórum við upp í bústað um helgina sem leið og það var vægast sagt frábært! Camilla orðaði það ágætlega:
"Mamma, þetta er ævintýri" (Sagði reyndar "Mamma, þetta ævintýri" því maður er ekkert að hengja sig í smáorðum á þessum aldri nema þegar mjög mikið liggur við!!) Þannig að við foreldrarnir vorum alsæl með bústaðarferðina! Auður var líka alsæl þar sem hún skottaðist á eftir stóru systur gersamlega dúðuð í kaf (mikill vindur og hún með kvef sjáið þið til!)
Nú er bara að vona að hringferð familíunnar verði eins vel lukkuð en hún stendur til í næstu viku... Mikið hlakka ég til!
Annars fórum við upp í bústað um helgina sem leið og það var vægast sagt frábært! Camilla orðaði það ágætlega:
"Mamma, þetta er ævintýri" (Sagði reyndar "Mamma, þetta ævintýri" því maður er ekkert að hengja sig í smáorðum á þessum aldri nema þegar mjög mikið liggur við!!) Þannig að við foreldrarnir vorum alsæl með bústaðarferðina! Auður var líka alsæl þar sem hún skottaðist á eftir stóru systur gersamlega dúðuð í kaf (mikill vindur og hún með kvef sjáið þið til!)
Nú er bara að vona að hringferð familíunnar verði eins vel lukkuð en hún stendur til í næstu viku... Mikið hlakka ég til!