mánudagur, maí 24, 2004 

Mister Truckdriver....

Eða öllu heldur miss truckdriver!! Það er sem sagt orðið að veruleika!! Ég er búin að ná rútuprófinu og þar með orðin rútubílstjóri! Nú hef ég sem sagt leyfi til að aka eins mörgum og mér sýnist í eins stórum hópferðabíl og mér sýnist!! Ég veit nú ekki hvað fólki finnst um það en... möguleikinn er allavega fyrir hendi!!
Í rútuprófinu sjálfu var ég látin fara ótroðnar slóðir! Fór veginn sem liggur undir Suðurlandsveginn! Á bak við Úlfarsfellið og fór því framhjá Skyggni sem er á þessum slóðum, og niður í Mosfellsbæinn! Þaðan lá leiðin upp að Esjurótum þar sem ég "hleypti farþegunum út", gekk frá rútubílnum, "hleypti farþegunum inn" og ók af stað!! Þetta allt saman tókst allavega það vel að prófið er í höfn!

Þannig að ég mun nú óska eftir því að fólk syngi hárri röddu þegar það hittir mig "Áfram, áfram, áfram bííííílstjóriiiiii (endurtekið 3 sinnum) og gefðu nú í botn".

Þennan pistil mun ég nú enda á tilvitnun frá Bruce Springsteen, "The Boss"....
"I´m driving in my car"

Berglind
Ella Maja
Hallveig
Júlíana

Átakið -er í lööööngu fríi

Archives

Links

Powered by Blogger
and Blogger Templates Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com