Það er alveg merkilegt hvað ein manneskja getur verið framtakslaus og eitthvað ómöguleg!!! Ég veit ekki hvað það er en þessar síðustu vikur hef ég verið fullkomlega orkulaus! Ég er ósátt við heimili mitt... Ástæðan er sú að hér flóir allt í óhreinum fötum sem e-a hluta vegna rata ekki í þvottavélina!! Ástandið er orðið svo slæmt að ég hef alvarlega spáð í það hvort fjárhagurinn leyfi ekki bara að ég kaupi mér ný föt í hvert sinn sem flík verður skítug! Þá gæti ég bara keypt nýja og hent þeirri skítugu! Þar með slyppi ég við að skella í þvottavél, hengja uppúr þvottavélinni og síðast en ekki síst brjóta saman helv$#%! þvottinn!! ...En ég hef eiginlega komist að þeirri niðurstöðu að ég sé ekki alveg svo múruð. Verkfallið skilaði ekki alveg svo miklu í aðra hönd!
Svona á meðan ég er að bísnast yfir heiminum.. þá skil ég ekki hvaðan allt rykið kemur! Ég hef aldrei beðið það um að koma, ég hef ekki boðið því inn, ég hef ekki sagt að það megi setjast... og mér finnst það fullkominn dónaskapur að mæta á svæðið, fá sér sæti hér og þar og alls staðar, hópa sig saman í litla hópa í hinum og þessum hornum og færa sig bara eftir því hvert loftið feykir því!!! Ég óska hér með eftir því að rykið hætti að mæta heim til mín!!
Jæja.. búin að pústa yfir þessu ófremdarástandi sem ríkir á heimili mínu... þannig að nú get ég haldið áfram að vera bara kát og glöð!